is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27365

Titill: 
  • „Þetta er ekkert mál" Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eitt útbreiddasta vandamál dagsins í dag er kynferðislegt ofbeldi og þá sérstaklega í garð kvenna. Kynferðisofbeldi gegn körlum er þaggað niður í samfélaginu og því fylgir mikil skömm. Tíðnin er vanskráð og hér á landi er engin rannsókn til sem gefur skýra mynd á því hversu umfangsmikið kynferðisofbeldi gegn karlmönnum er. En hvað er vitað um þann fjölda karlmanna sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi? Hverjar eru afleiðingar kynferðislegs ofbeldis gegn karlmönnum og er munur á afleiðingum milli kynja? Niðurstöður rannsókna sýna tíðni kynferðisofbeldis gegn karlmönnum sé vanskráð. Einnig sýna rannsóknir að karlmenn leiti sér síður aðstoðar vegna kynferðisofbeldis vegna þess því fylgir skömm og slíkt gerist ekki fyrir karlmenn því þeir eru hraustir og eiga að geta varið sig fyrir slíku ofbeldi. Afleiðingar kynferðisofbeldis er svipuð milli kynjanna en rannsóknir sýna að karlmenn sýni tilfinningar sínar meira út á við sem merkir að þeir upplifa reiði, verða árásagjarnir og ánetjast frekar áfengi og fíkniefnum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er ekkert mál, Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.pdf614.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
tilkynning um lokaverkefni a skemmu.pdf320.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF