ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/274

Titill

Einmanaleiki aldraðra : upprifjun minninga sem hjúkrunarmeðferð

Útdráttur

Þessi heimildasamantekt var unnin upp úr greinum sem fengnar voru á
Medline, AARP ageline, PubMed, Proquist 5000, Cinahl og Journal@ovid.full text á
veraldarvefnum. Tilgangur heimildasamantektarinnar var að skoða hugtakið
einmanaleiki með aldraða einstaklinga í huga og leitast við að finna svör við þeirri spurningu hvort sérhæfð meðferðarform geti dregið úr þeirri vanlíðan sem einmanaleiki veldur hinum öldruðu. Niðurstöður heimildasamantektarinnar voru þær að lítið hefur verið fjallað um einmanaleika meðal aldraðra almennt innan hjúkrunarstéttarinnar. Niðurstöður rannsóka benda til að jákvæð félagsleg samskipti séu mikilvægur þáttur sem bæti líðan og lini þjáningar sem fylgja einmanaleikanum. Við lestur heimilda kom í ljós að upprifjun minninga sem meðferðarform er talsvert notað af fagfólki sem kemur að umönnun aldraðra. Þáttur hjúkrunarfræðinga og skynjun þeirra og skilningur á vandamálinu einmanaleiki er mikilvægur þegar þessu meðferðarformi er beitt. Með fjölgun aldraðra á næstu árum mun öldrunarhjúkrun væntanlega verða stærri þáttur innan hjúkrunar en nú er. Auka þarf umræður og rannsóknir til að stuðla að gæðum í hjúkrun aldraðra og efla klínískan þekkingargrunn í starfi hjúkrunarfræðinga.
Lykilorð: einmanaleiki og aldraðir, upprifjun minninga og meðferð, minningar.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
minning-e.pdf81,8KBOpinn Einmanaleiki aldraðra - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
minning-h.pdf110KBOpinn Einmanaleiki aldraðra - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
minning-u.pdf100KBOpinn Einmanaleiki aldraðra - útdráttur PDF Skoða/Opna
minning.pdf340KBTakmarkaður Einmanaleiki aldraðra - heild PDF