is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2742

Titill: 
  • „Nokkur blöð úr Hauksbók.“ Nokkur atriði nokkuð endurskoðuð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Nokkur blöð úr Hauksbók“ er titill á útgáfu Jóns Þorkelssonar með texta 14 fremstu blaðanna úr AM544 4to, sem er eitt þriggja handrita Hauksbókar. Gert er ráð fyrir að þessi 14 blöð hafi verið skrifuð af einum manni um 1300 en spurning um uppruna hans hefur vakið mikla athygli hjá fræðimönnum. Flestir þeirra eru sammála um að skrifarinn hafi ekki verið Íslendingur heldur Norðmaður, en sumir hafa fært rök fyrir því að hann hafi verið Færeyingur. Marius Kristensen hefur skoðað málfarið á þessum blöðum og komst að þeirri niðurstöðu að skrifarinn hafi verið færeyskur.
    Sérhljóðasamræmi, notkun stoðhljóðs og breyting u-hljóðvarpshljóða í o á undan sérhljóðum eru mikilvæg atriði sem geta hjálpað til við að setja málið á handritsblöðunum í samhengi við norrænar mállýskur, og þau koma fyrir nógu oft í textanum. Þessi atriði geta einnig varpað ljósi á ósamræmi eða þversagnir í rökum Kristensens.
    Sérstök tegund sérhljóðasamræmis sem finnst í textanum er einkennandi fyrir fornbréf frá norðurhlutum Hörðalands í Noregi á þessum tíma og er hér gert ráð fyrir því að þetta atriði geti vitnað best um raunverulegan uppruna skrifarans. Sérhljóðasamræmi er hins vegar ekki í samræmi við önnur handrit sem eru talin hafa verið skrifuð af Færeyingum (Lundarbókin og Húsavíkurbréfin). Gert er ráð fyrir því að kenning Sørlies um mállýskur í Færeyjum sé of áræðin skýring miðað við heimildir.
    Notkun stoðhljóðs og breytingin ǫ > o á undan nefhljóðum eru einnig atriði sem benda í átt að færeysku en jafnframt að mállýskum í norðurhlutum Hörðalands. Þrátt fyrir það telur Kristensen þessi atriði benda helst til færeysku.
    Önnur rök hans eru ekki mjög sannfærandi enda er hægt að skýra þau á annan hátt. Þrátt fyrir það að engin rök hans bendi ótvírætt burt frá Hörðalandi og jafnframt að færeysku, kemst hann að ákveðinni niðurstöðu. Þar sem engar aðrar öruggar hemildir eru til um færeysku frá þessum tíma, er hvorki hægt að hafna þessari tilgátu um færeyskan uppruna skrifarans né sanna hana með góðum rökum. Auk þess er nauðsynlegt að taka tillit til náinna tengsla milli Færeyja og Hörðalands (Björgvinjar) sem hafa án efa haft mikil áhrif á færeysku, svo að ekki sé minnast ritvenjur skrifara.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hauksbok_fixed.pdf801.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna