is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2745

Titill: 
  • Þátttaka heimamanna í þróunaraðstoð: Þróunarstarf í Mangochi-héraði í Malaví
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lok síðustu aldar sætti þróunaraðstoð mikilli gagnrýni. Margar þróunarstofnanir brugðust með því að auka þátttöku heimamanna í þróunaraðstoð með áherslu á eignarhald heimamanna á þróunarverkefnum og viðurkenningu á frumkvæðisrétti þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig þátttökunálgun er beitt í þróunarstarfi í Mangochi-héraði og hverjir helstu kostir og gallar þátttökunálgunarinnar eru. Annað markmið rannsóknarinnar snýr að notkun kvikmyndatökuvélar við gagnasöfnun og framsetning rannsóknargagna í heimildarkvikmynd.
    Rannsóknin náði til tveggja þróunarstofnana í Mangochi-héraði í Malaví, Þróunarstofnunar Íslands (ÞSSÍ) og Malawi Childrens Village (MCV). Gögnum var safnað á sex vikna tímabili með opnum einstaklingsviðtölum og þátttökuathugunum höfundar auk þátttökukvikmyndunar tveggja heimamanna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttaka heimamanna er ein af grunnforsendum vel heppnaðra þróunarverkefna ekki síst ef horft er til sjálfbærni þeirra, þ.e. án þátttöku heimamanna í skipulagningu og framkvæmd munu verkefnin lognast útaf um leið og þróunaraðilar hætta afskiptum sínum. Einnig eykur virk þátttaka heimamanna líkurnar á því að þróunarverkefni skili tilætluðum árangri þar sem þau eru betur aðlöguð aðstæðum og þörfum heimamanna. Stærsti vandi þátttöku-nálgunar í þróunarstarfi er tengdur ábyrgð heimamanna, þ.e. félagslegar aðstæður heimamanna í ábyrgðarstörfum gera það að verkum að hagsmunir þróunarverkefna lúta oft í lægra haldi fyrir einkahagsmunum innfæddra starfsmanna og mikill skortur er á heimamönnum með tilhlýðilega menntun og/eða reynslu til að axla ábyrg og standa rétt að verkum. Fókus rannsakenda þarf að vera vel afmarkaður þegar gera á mannfræðilega heimildarkvikmynd í „observational“ stíl. Of víður fókus getur leitt til þess að efnistök verða yfirborðskennd.
    The inefficiency of development aid and lack of sustainability has been criticized but many believe that a solution can be found through the increasing participation of locals in organizing and carrying out various projects.
    The aim of my research is to look into the participation of local people in development projects in Mangochi district and evaluate. Another aim of my research is concerning gathering data through filming and presenting it in a film documentary.
    Data will be collected regarding the operations of two very different organizations, namely The Icelandic International Development Agency (ICEIDA) and Malawi Children´s Village (MCV). Gathering data in the form of filmed documentation will take place over a period of 6 weeks, using open interviews and participatory approach.
    The main results are that participation of locals is an essential part of development especially considering its sustainability. Without local participation, a successful handover of development projects, from development agencies to the local community is not possible. It is much more likely that the goals of development projects will be achieved through local participation. The main obstacles in participation of local people in development lack of accountability, both because of social circumstances where the interests of the local person and the development project, he is working, at do not go together and the lack of properly educated and/or trained locals. When making an observational anthropological documentary film it is essential to have a well defined focus, if not the outcome will be superficial.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðinni fylgir heimildamynd.
Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masterMedforsidu_fixed.pdf282.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna