is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27464

Titill: 
  • „Íslendingar mættu sýna meira umburðarlyndi“ Upplifun innflytjenda frá Filippseyjum af íslensku samfélagi og íslenskum vinnumarkaði
  • Titill er á ensku The Icelandic People lacks compassion and acceptance towards immigrants
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Miklar stefnubreytingar í málefnum innflytjenda hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og áratugi og bendir ýmislegt til þess að stjórnvöld vilji gera betur nú í þessum málum en áður hefur verið gert. Markmið ritgerðarinnar er að öðlast betri skilning á upplifun og reynslu innflytjenda frá Filippseyjum af íslensku samfélagi og vinnumarkaði.
    Höfundur tók fjögur einstaklingsviðtöl við innflytjendur frá Filippseyjum sem starfa á íslensku hjúkrunarheimili, en þátttakendur voru tveir karlar og tvær konur á mismunandi aldri og hafa dvalið mislengi hér á landi. Í seinni hluta ritgerðarinnar verður fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar, umræðu um þær niðurstöður og lokaorð höfundar um verkefnið og hagnýtt gildi rannsóknarinnar.
    Helstu niðurstöður benda til þess að menntun innflytjenda frá Filippseyjum nýtist þeim ekki í starfi hér á landi, nema ef um er að ræða hjúkrunarfræðimenntaða innflytjendur. Sterkt tengslanet Filippseyinga á Íslandi virðist vera þeirra stoð og stytta hér á landi, en það nýtist þeim m.a. mjög vel í leit þeirra að vinnu. Einnig benda niðurstöður til þess að innflytjendur frá Filippseyjum verði fyrir fordómum og mismunun hér á Íslandi, meðal annars vegna þeirra laga sem eru í gildi hérlendis sem gera upp á milli innflytjenda eftir þjóðerni, en einnig vegna stefnu Evrópusambandsins í innflytjendamálum, þar sem skýr stéttaskipting innflytjenda ríkir. Upplifun þeirra er sú að á vegi þeirra séu fleiri hindranir heldur en t.a.m. innflytjenda frá Evrópuríkjum og að litið sé á þau sem eins konar neðsta þreps þjóðfélagsþegna sem nýttir eru til þess að hirða upp afganga í störfum sem að Íslendingar og Evrópubúar vilja ekki sjá. Innflytjendum frá Filippseyjum sé þannig beint í láglaunastörf strax við komuna til landsins alveg óháð menntun þeirra og reynslu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð - Skemman - Íslendingar mættu sýna meira umburðarlyndi.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf117.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF