is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27486

Titill: 
  • Vitund og ímynd 66° Norður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vörur vörumerkisins 66° Norður eru vel þekktar sem útivistarfatnaður á Íslandi og í öðrum löndum. Fyrirtækið 66° Norður hóf að framleiða fatnað fyrir íslenska sjómenn en í dag er útivistarfatnaður þeirra orðinn hversdagsfatnaður Íslendinga. Fatnaður 66° Norður er framleiddur til að takast á við íslenska náttúru og veðurfar sem er breytilegt milli tíma.
    Markmið verkefnisins var að skoða vitund og ímynd vörumerkis 66° Norður. Vitundin var skoðuð út frá því hversu sterkt neytendur tengdu vörumerkið við vöruflokkinn útivistarfatnaður og ímyndin var skoðuð út frá því hversu veikt eða sterkt einstaklingar tengja við einstaka ímyndarþætti vörumerkis 66° Norður. Ímyndarþættir voru hannaðir út frá 25 einstaklingum sem spurðir voru út í hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir vörumerkið 66° Norður. Við gagnaöflun var notast við megindlega rannsóknaraðferð og hentugleikaúrtak þar sem könnunin var send á samfélagsvefnum Facebook og alls svöruðu 347 þátttakendur könnuninni.
    Niðurstöður sýndu að vitund er sterk hjá vörumerkinu 66° Norður og hefur vörumerkið mikla yfirburði en Cintamani fylgir þar á eftir. Vörumerkið 66° Norður þarf samt að vera vakandi og fylgjast með samkeppnisaðilum sínum þar sem samkeppnin er að aukast á þessu markaði. Ímyndarþættirnir endurspegluðust vel við þá ímynd sem byggð var út frá einstaklingum sem spurðir voru út í hvað er það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir hugsa út í vörumerkið 66° Norður. Þátttakendur tengdu missterkt við ímyndarþættina og oft lá munur milli aldurshópa og tekjuhópa. En út frá niðurstöðum er hægt að álykta að sterkustu ímyndarþættir vörumerkis 66° Norður séu dýrt, íslenskt, tískuvara, hlý föt og útivist.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-fylgiskjal.jpeg1.52 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Vitund og ímynd 66° Norður.pdf851.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna