is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2748

Titill: 
  • Siðfræði samskipta í Pýrrhos og Kíneas eftir Simone de Beauvoir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öll erum við einstaklingar og í orðinu felst að hver sé einn og stakur. En við erum í raun ekki ein. Við búum í samfélagi manna þar sem úir og grúir af öðrum einstaklingum sem við erum í sífeldum samskiptum við. Við getum ekki litið frá þeirri staðreynd að mikil og gagnkvæm áhrif eiga sér stað. En hver er staða annars fólks í lífi einstaklingsins? Er annað fólk honum hættulegt eða nauðsynlegt í lífinu? Staða og mikilvægi annarra í lífi einstaklingsins var Simone de Beauvoir hugleikið og skrifaði hún mikið út frá sjálfri sér og sinni eigin reynslu, sem veitir hugleiðingum hennar nokkuð raunsætt yfirbrag. Í siðfræðiritinu Pýrrhos og Kíneas (1944), veltir hún fyrir sér siðfræði samskipta og ábyrgðar bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Verkið er ekki hefðbundið siðfræðirit sem setur fram siðareglur heldur tekst það á við vandann sem felst í því að vera maður í samskiptum og samneyti við sjálfan sig og aðra menn. Umfjöllun hennar um birtingarmyndir ofbeldis í samfélagi manna, hverjar þær eru og við hvaða aðstæður þær brjótast fram ber með sér einhver líkindi við átakalíkan Jean-Paul Sartres en myndi þó alls ekki rúmast innan sama ramma, sem gerir ráð fyrir sífeldri togstreitu og kvöð mannlegra samskipta. Hún leit ekki á samneyti við aðra sem átök í víðum skilningi, en hún hélt því fram að ofbeldi myndi alltaf vera staðreynd. Í Pýrrhos og Kíneas lítur hún líka til þess hvernig samstaða meðal manna er okkur nauðsyn og ákveðin leið til samskipta við annað fólk og um leið hvernig samstaða flettir ofan af sundrung og átökum, því enginn getur staðið með öllum mönnum. Beauvoir vildi líka veita huggun gegn dauðanum og sýnir fram á hvernig við finnum tilgang tilvistar okkar og hugrekki gagnvart endalokunum vegna þess að aðrir einstaklingar eru til. Við eigum möguleika á því að lifað áfram í athöfnum annarra sem bera verk okkar áfram inn í ókomna framtíð.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
THJ_fixed.pdf300.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna