is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27523

Titill: 
  • Peningastefna: Samanburður á Íslandi og Litháen.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er peningastefna Íslands og Litháen eins og hún var framkvæmd á tímabilinu 1999-2016. Tímabilinu er þó skipt upp í tvö tímabil, annars vegar frá árunum 1999 – 2007 eða fyrir kreppu og hins vegar árunum 2008 – 2016 eða eftir kreppu. Í fyrstu er farið almennt yfir peningastefnuna, stjórntæki hennar, áherslur og árangur og að hvaða leyti mögulegt er að beita hagkvæmustu stefnunni. Í ljós kemur að peningastefna er almennt talin æskilegt hagstjórnartæki við hlið ríkisfjármálastefnu, en því fer fjarri að hún sé ófrávíkjanleg, ekki síst vegna takmarkaðra upplýsinga og ósamkvæmni í tíma.
    Því næst eru peningastefnur á Íslandi og Litháen skoðaðar í hvor í sínu lagi, markmið þeirra og stjórntæki landanna. Ísland er lítið land með frjálst fjármagnsflæði og sjálfstæðan gjaldmiðil og Litháen einnig lítið land með opið hagkerfi en sameiginlega mynt, þ.e. evru en áður með fastgengisstefnu. Niðurstöðurnar benda til þess að hagsveiflur hafi verið sambærilegar burt séð frá því hvaða peningastefna var notuð í landinu.
    Að endingu er þróun þjóðhagstærða skoðuð og út frá því eru áhrif peningastefnu metin. Niðurstaðan er að stýrivextir virka ekki alltaf á áhrifaríkan hátt við sveiflujöfnun, heldur geta þeir verið eins og eldsneyti í hagsveiflu. Peningamagn í umferð og stöðugt gengi stuðlar frekar að sveiflujöfnun, en ætla má að sú jöfnun hefði orðið enn meiri ef betri samlegð hefði verið í peningastefnu og fjármálastefnu landsins. Heildarniðurstaðan er því sú að bæði fastgengisstefna og sjálfstæður gjaldmiðill virka ágætlega í litlum opnum hagkerfum þegar agi og samvinna er á milli peningastefnu og fjármálastefnu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PeningastefnaBSritgerd2017_loka_Ramune_Kamarauskaite.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf281.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF