is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2755

Titill: 
  • Reynsla og viðhorf hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum Landspítala til líffæraflutninga hjá heiladánum einstaklingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum Landspítala til líffæraflutninga hjá heiladánum einstaklingum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hafi hjúkrunarfræðingar mótað viðhorf sín getur það aukið færni þeirra við þátttöku í líffæraflutningsferlinu. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekið viðtal við rýnihóp, 16 hjúkrunarfræðinga allt konur á aldrinum 30-67 ára. Viðtalið var hljóðritað, ritað orðrétt upp í tölvu, gögn kóðuð, flokkuð og greind þemu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós fjögur meginþemu og ellefu undirþemu: Jákvæð upplifun, Erfitt og krefjandi ferli, Viðhorf og þekking fagfólks og Viðhorf og þekking í samfélagi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestir þátttakendur höfðu jákvætt viðhorf til líffæraflutninga. Upplifun hjúkrunarfræðinganna af því að hjúkra heiladánum einstaklingum var tvíbent þ.e. var í senn jákvæð og erfið og hafði upplifunin áhrif á líðan þátttakenda og mótaði viðhorf þeirra. Þá kom fram sú skoðun að fræðsla og þjálfun í námi og starfi hjúkrunarfræðinga hvað varðar líffæraflutninga sé forsenda frekari framfara líffæraflutninga hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast niðurstöðum fyrri rannsókna um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar móti viðhorf sín gagnvart líffæraflutningum. Líta má á rannsóknina sem framlag til þekkingarþróunar í hjúkrun tengdri líffæraflutningum. Niðurstöðurnar hafa gildi fyrir hjúkrun og geta nýst Landspítalanum til gæðaumbóta.
    Lykilorð: Viðhorf, reynsla, líffæragjöf, líffæraflutningur, heiladauði, upplifun

Samþykkt: 
  • 22.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdinogvidaukar_fixed[1].pdf3.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna