is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27561

Titill: 
  • Atferlishagfræði í stafrænum bankaviðskiptum: Geta kenningar atferlishagfræða stuðlað að bættum hag neytenda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér var sótt eftir að komast að því hvort bankastofnanir gætu bætt hag neytenda með hagnýtingu kenninga atferlishagfræða í ljósi breyttrar neysluhegðunar. Fyrsti hluti ritgerðarinnar er til þess gerður að veita lesendum innsýn í sögulega þróun þeirra fræða sem standa að baki ákvarðanatöku. Útvaldar ákvarðanaskekkjur eru síðan teknar fyrir og skýrðar betur í fjórða kafla. Þá er fjallað um rannsókn byggða á gögnum viðskiptagreiningar Íslandsbanka um val viðskiptavina bankans á dreifileiðum. Út frá rannsókninni er leitt út hvaða breytingum heimur bankaviðskipta hefur tekið hvað neysluvenjur varðar. Loks er rannsóknarspurningunni velt upp í umræðukafla í ljósi þeirrar innsýnar sem fyrri kaflar veittu og í kjölfarið sett fram niðurstaða.
    Sýnt er fram á að samspil römmunar og eiginleika þeirrar stafrænu veraldar þar sem bankaviðskipti fara fram gefur tilefni til þess að svara rannsóknarspurningunni játandi. Bankastofnanir geta með nokkurri vissu aukið hag neytenda með því að þekkja ákvarðanaskekkjur og leiðsagnarreglur og setja upplýsingar fram eftir því. Frekari rannsókna er samt sem áður þörf á þeim nákvæmu aðstæðum bankaviðskipta þar sem fólk er líklegt til þess að verða fyrir barðinu á ákvarðanaskekkjum til þess að geta sett fram óyggjandi sönnur á að svo sé. Hins vegar er ljóst að síbreytilegt stafrænt umhverfi ætti að gefa tilefni til framfaraskrefa.

Styrktaraðili: 
  • Íslandsbanki
Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dfa3_Lokaverkefni.pdf1.11 MBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
YfirlysingDFA.pdf838.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF