is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27566

Titill: 
  • Kaupákvörðunarstílar hunda- og kattaeigenda við val á gæludýrafóðri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kaupákvörðunarstílar hjálpa til við að skilja kauphegðun markaðar og geta verið mismunandi eftir löndum, menningarheimum og vöruflokkum. Þekking á kaupákvörðunarstílum er mikilvægt hjálpartæki fyrir markaðsfólk til að miða markaðsaðgerðir betur að þeim markhópum sem búa yfir sömu kaupákvörðunarstílum.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna kaupákvörðunarstíla hunda- og kattaeigenda á gæludýrafóðri. Einnig var samband og tengsl eigendanna við gæludýrin könnuð. Rannsóknin var megindleg og var spurningalisti hannaður að mestu út frá mælitækjunum CSI og CDMS sem notuð hafa verið í fyrri rannsóknum á kaupákvörðunarstílum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 1.295 hunda- og kattaeigendur. Hundaeigendur voru í talsverðum meirihluta eða tæp 70% þátttakenda.
    Niðurstöður þáttagreiningar kallaði fram fimm þátta lausn sem hægt var að nota til að lýsa kaupákvörðunarstílum hunda- og kattaeigenda. Þættirnir voru: Áhersla á gæði, áhersla á verð, ringlun vegna valkosta, áhersla á vörumerki og fjölbreytni og nýjungar. Fyrstu þrír þættirnir flokkast til nytjahyggjustíla og hinir tveir til nautnahyggjustíla. Hunda- og kattaeigendur virtust almennt leggja áherslu á gæði fóðurs og voru ekki mikið fyrir nýjungar eða fjölbreytni hvað varðar fóður fyrir dýrin sín. Hundaeigendur virtust leggja meiri áherslu á gæði, en kattaeigendur virtust leggja meiri áherslu á fjölbreytni og nýjungar á gæludýrafóðri. Hundaeigendur virtust hafa sterkari tengsl við hundana sína heldur en kattaeigendur við kettina sína. Eigendur sem eru barnlausir hafa sterkari tengsl við dýrin sín heldur en þeir eigendur sem eiga bæði börn og gæludýr.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_.pdf418.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS_Kaupákvörðunarstílar.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna