is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27579

Titill: 
  • Hægrisinnaðir popúlistaflokkar í Evrópu. Orsakir fylgisaukningar á tímabilinu 2002-2014
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skoðaðar eru tvær tilgátur um eftirspurn eftir hægrisinnuðum popúlistaflokkum í Evrópu fyrir tímabilið 2002-2014. Samkvæmt annarri þeirra er höfuðorsök aukins fylgis umræddra stjórnmálaflokka vaxandi efnahagslegt óöryggi ómenntaðra karlmanna. Samkvæmt hinni tilgátunni er fylgisaukning flokkanna hins vegar hluti af menningarlegu andsvari eldri hvítra karlmanna í kjölfar frjálslyndari áherslna í evrópskum stjórnmálum eftir seinni heimsstyrjöldina. Frumþáttagreining og aðhvarfsgreining eru framkvæmdar á svörum valdra spurninga úr viðhorfskönnuninni European Social Survey (e. ESS) sem 30 Evrópulönd tóku þátt í á tímabilinu 2002-2014. Niðurstöður greininganna benda til þess að báðar tilgáturnar geti líklega útskýrt fylgi hægrisinnaðra popúlistaflokka að einhverju leyti, en tilgátan um menningarlegt andsvar virðist þó vera mun áhrifameiri. Einnig er sennilegt að til sé annar undirliggjandi þáttur sem útskýri eftirspurn eftir slíkum flokkum þar sem tilgáturnar tvær ná einungis að útskýra fylgi hægrisinnaðra popúlistaflokka að takmörkuðu leyti. Niðurstöður líkansins sem metið er með aðhvarfsgreiningu eru skoðaðar fyrir íslenska þátttakendur ESS-könnunarinnar, en Ísland tók þátt í henni árið 2012. Ef gert er ráð fyrir því að stjórnmálaumhverfi á Íslandi annars vegar sé sambærilegt við stjórnmálaumhverfi Póllands, Austurríkis og Belgíu hins vegar, þá hefði eftirspurn eftir hægrisinnuðum popúlistaflokki á Íslandi verið um 4% árið 2012, samkvæmt líkaninu. Möguleg ástæða tiltölulega lítillar eftirspurnar eftir slíkum flokki miðað við aðrar Evrópuþjóðir gæti verið sú að viðhorf á Íslandi virðast vera með þeim frjálslyndustu í Evrópu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð, final.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Gimli_20170512_162342.pdf27.31 kBLokaðurPDF