ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27598

Titill

Mælingar á súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar

Skilað
Maí 2017
Útdráttur

Inngangur: Sjónhimna augans er orkufrekur vefur. Vísbendingar eru um að súrefnisbúskapur sjónhimnunnar brenglist í ýmsum augnsjúkdómum. Þar sem blóð skiptir litum eftir súrefnismettun er mögulegt að nota augnbotnamyndir, teknar með mismuandi bylgjulengdum ljóss, til að reikna út súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar.
Vísbendingar eru um að súrefnismettun í smáum æðum mælist ekki rétt með þeim aðferðum sem notaðar eru og verður það athugað hér. Einnig verður skoðað hvort svæðisbundinn breytileiki mælist í súrefnisbúskap sjónhimnunnar.
Aðferðir: Augnbotnamyndir af 100 heilbrigðum einstaklingum voru til í safni og lagðar til grundvallar að rannsóknarverkefninu. Til að svara fyrri rannsóknarspurningunni var litið á æðagreiningar á efra gagnaugasvæði (superotemporal) og formúlur búnar til sem gætu leiðrétt fyrir mæliskekkju í smáum æðum. Til að meta síðari rannsóknarspurninguna var mettun blóðs sem kemur með bláæðlingum frá makúlunni borin saman við blóð sem kemur frá jaðarsvæðum sjónhimnunnar.
Niðurstöður: Mettun mældist of há í smáum æðum. Leiðréttingarformúlur voru settar fram sem laga þann mun og gefa réttari mynd af súrefnismettun. Mettun blóðs mældist hæst í miðju æða, lægri úti í köntum. Mettun blóðs sem kemur frá makúlu mældist að jafnaði 7 prósentustigum hærra en það sem kemur frá jaðarsvæðum.
Ályktanir: Leiðrétting á áhrifum æðavíddar á súrefnismælingar er mikilvæg fyrir rannsóknir á augnsjúkdómum líkt og gláku þar sem sjónhimnuæðar eru gjarnan grennri en í heilbrigðum. Munur í mettun frá makúlu og öðrum svæðum skiptir máli fyrir mælingar ýmissa sjúkdóma sem leggjast sérstaklega á makúluna.

Samþykkt
15.5.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
EgillFridbjarnarson.Surefnismettunarmaelingar.pdf11,2MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Yfirlysing.jpg446KBLokaður Yfirlýsing JPEG