is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2759

Titill: 
  • Brunaslys barna. Er þörf fyrir auknar forvarnir? Yfirlit yfir innlagnir vegna bruna á Landspítala 2004-2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða brunaslys barna á Íslandi og meta hvort aðdragandi, orsök og eðli brunaáverkanna gæfi til kynna þörf fyrir auknar forvarnir. Kannaðar voru innlagnir barna vegna bruna á Landspítalanum, árin 2004-2008. Reynt var að áætla gróflega kostnað vegna brunameðferðar barna árið 2008 á spítalanum. Rannsóknin var afturvirk og var fyrirfram ákveðnum upplýsingum safnað úr sjúkraskrám að fengnum tilskyldum leyfum. Í úrtaki rannsóknarinnar voru 78 börn sem dvöldu á spítalanum vegna brunaáverka á þessum árum og var það fundið með ICD 10-læknisfræðigreiningu. Gerðar hafa verið þrjár rannsóknir á sama efni hérlendis og var ætlunin að bera niðurstöður þessarar rannsóknar saman við þær. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að aðalbrunavaldur voru heitir vökvar eins og í fyrri rannsóknum, en nokkur aukning hefur orðið á brunaslysum af völdum skotelda og gassprenginga. Alvarleiki áverkanna, aldur og kynjaskipting hefur lítið breyst í gegnum árin. Áætlaður kostnaður vegna brunameðferðar barna árið 2008 var um 31 milljón króna. Þetta er há upphæð í ljósi þess að mögulegt hefði verið að koma í veg fyrir flest slysanna svo ekki sé minnst á þær líkamlegu og andlegu þjáningar sem brunasjúklingar ganga í gegnum. Því er greinileg þörf fyrir auknar og jafnvel breyttar áherslur í forvörnum hérlendis.

Samþykkt: 
  • 22.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf3.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna