ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2760

Titill

Endurlífgun á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum: Fræðileg samantekt

Útdráttur

Bráðamóttökur og gjörgæsludeildir tilheyra svokölluðum áhættumeiri deildum sjúkrahúsa, því þar er ástand sjúklinga gjarnan óstöðugt og margt bendir til að hjartastopp séu hlutfallslega tíð. Hjúkrunarfræðingar sem þar starfa hafa ákveðna sérstöðu þegar kemur að endurlífgun. Fáar rannsóknir hafa skoðað þarfir þessa hóps hjúkrunarfræðinga og hafa þeir gjarnan verið útilokaðir frá þátttöku í rannsóknum. Í samantektinni er leitast við út frá fræðilegum grunni að varpa ljósi á hvaða þekking, færni og þjálfun er æskileg fyrir hjúkrunarfræðinga í endurlífgun á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum. Helstu niðurstöður benda til þess að hjúkrunarfræðingar sem þar starfa þurfi að búa yfir sérhæfðari þekkingu og færni í endurlífgun en aðrir hjúkrunarfræðingar. Námskeið í sérhæfðri endurlífgun (advanced life support), sjálfsöryggi við framkvæmd endurlífgunar, hæfni í teymisvinnu, ásamt reglulegri þjálfun og upprifjun eru taldir mikilvægir þættir. Dæmi um kennsluaðferðir sem taldar eru henta vel eru tölvuforrit byggð á verkferlum í endurlífgun ásamt hátækni sýndarsjúklingum.
Þörf er á frekari rannsóknum á þekkingu, færni og þjálfun hjúkrunarfræðinga í endurlífgun á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum. Efla þarf skráningu á endurlífgunum sem framkvæmdar eru á ,,áhættumeiri“ deildum Landspítala þannig að til verði þekkingargrunnur sem byggja má framtíðarrannsóknir í endurlífgun á.
Lykilorð: endurlífgun, þjálfun, kennsla, sérhæfð endurlífgun, hjúkrunarfræðingur, bráðamóttaka, gjörgæsludeild

Samþykkt
22.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
prentun_fixed.pdf397KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna