ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27614

Titlar
  • Rófubeinsverkir í kjölfar fæðingar: Tengsl fæðingarstöðu á öðru stigi fæðingar við rófubeinsverki; afturvirk rannsókn

  • en

    Postpartum coccydynia: Association between coccydynia and birthing position during the second stage of labour; retrospective study

Skilað
Júní 2017
Útdráttur

Inngangur: Fæðing er talin áhættuþáttur rófubeinsverkja en óljóst er hvaða þættir fæðingar eru orsakavaldur. Rófubeinsverkir í kjölfar fæðingar geta haft mikil áhrif á lífsgæði móður.
Markmið: Megin markmið þessarar rannsóknar var að prófa þá tilgátu að tengsl séu á milli verkja í rófubeini og fæðingarstöðu. Að auki var markmiðið að afla upplýsinga um fæðingarstöður íslenskra kvenna, algengi rófubeinsverkja í kjölfar fæðingar og rýna í hvað einkennir þær konur sem eru með skráða rófubeinsverki.
Aðferðarfræði: Gögnum um fæðingarstöður og bakgrunnsbreytur var safnað afturvirkt frá árunum 2013-2015. Fæðingarstöðum var skipt í tvo flokka; spjaldbein í læstri stöðu og spjaldbein ekki í læstri stöðu. Notast var við lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði við úrvinnslu gagna.
Niðurstöður: Á árunum 2013-2015 voru algengustu fæðingarstöðurnar þær þar sem spjaldbeinið var í læstri stöðu. Fæðingar þar sem kona var með skráða rófubeinsverki voru í 80% tilfella í fæðingarstöðu sem fól í sér læst spjaldbein. Hins vegar voru 83% fæðinga hjá konum sem ekki voru með skráða rófubeinsverki einnig í stöðu þar sem spjaldbein var í læstri stöðu. Ekki var marktækur munur á milli hópanna (p = 0,50). Bakgrunnsbreytur sýndu að meðalaldur kvennanna var 28 ár, meðalfæðingarþyngd barnanna var 3.536 gr og konurnar höfðu að meðaltali fætt einu sinni áður. Meðal líkamþyngdarstuðull var 24,78 kg/m2.
Ályktanir: Fæðingarstöður á öðru stigi fæðingar virðast hafa lítil áhrif á rófubeinsverki í kjölfar fæðinga. Skráning upplýsinga í sjúkraskrám var ábótavant sem veldur mikilli skekkju í rannsókninni og því er erfitt að draga ályktanir af niðurstöðum hennar. Bætt skráning skapar möguleika á frekari rannsóknum.

Samþykkt
17.5.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Leyfi.pdf382KBLokaður Yfirlýsing PDF  
Rófubeinsverkir í ... .pdf2,16MBLæst til  1.7.2018 Heildartexti PDF