is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27657

Titill: 
  • „Ég sé, heyri, skynja og finn“: Skyggnimiðlar og erindi handanheima í veröld hinna lifandi
  • Titill er á ensku „I see, hear, sense and feel“: Psychic mediums and the otherworldly among the living
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um skyggnimiðla, upplifun þeirra af þessum heimi og handanheimum, aðferðir þeirra í lífi og starfi og hugmyndir þeirra um trúarbrögð, samfélagslegt hlutverk sitt og viðhorf annarra í þeirra garð. Til að leita útskýringa á þessum málefnum voru tekin viðtöl við þrjá starfandi miðla og þau sett í samhengi við ýmis fræði. Þá eru rannsóknir fræðimanna á miðlum og yfirnáttúru nýttar til greiningar á svörum viðmælenda, sem og hugtök og kenningar á borð við „spíritisma“, „jaðarástand“, „helgisiði“, „tvíhyggju“, „trú“ og „töfra“.
    Í þessu samhengi eru mörk lífs og dauða til umfjöllunar, en segja má að sá þráður sé gegnumgangandi í ritgerðinni. Þá eru þau mörk vart sjáanleg í hversdagsleika miðlanna, en þau telja sig hafa haft annan fótinn sitthvorum megin við þessi mörk allt frá barnæsku. Það litar flesta hluta þeirrar tilveru, trúarskoðanir, viðhorf til starfs síns og gesta. Til að mynda eiga þau það sameiginlegt að hafa verið nokkurs konar undarleg náttúrubörn sem léku sér að eigin sögn við huldufólk og þróuðust svo í að vera starfandi miðlar eftir að hafa leitað sér aðstoðar annarra miðla eftir ýmis áföll. Þá er skynjun þeirra, móttaka skilaboða að handan og vinnuaðferðir jafn mismunandi og miðlarnir eru margir, en öll eru þau þó sammála um að hafa gegnt hlutverki meðferðaraðila á einn eða annan hátt. Auk þess eru þau öll trúuð og leikur trú gesta þeirra einnig stórt hlutverk í skoðunum fólks á miðlum og þeim trúverðugleika og trausti sem þau njóta. Þegar á heildina er litið virðist hlutverk miðla í raun vera það að túlka merkingu hins annars óskiljanlega dauða í lifanda lífi.

Samþykkt: 
  • 26.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf79.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BASLD.pdf579.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna