is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2765

Titill: 
  • Hjúkrunarmeðferð með aðstoð dýra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að gera fræðilega samantekt á helstu rannsóknum sem fjalla um hjúkrunarmeðferðir með aðstoð dýra, gildi þeirra, hvaða dýr er helst verið að nota og helstu hópa sem meðferðin hefur verið notuð fyrir.
    Megin meðferðarformin eru meðferð með aðstoð dýra og virkni með aðstoð dýra. Algengast er að meðferðirnar feli í sér heimsóknir dýra til sjúklinga eða skjólstæðinga á stofnunum eða sjúkrahúsum. Markmiðin með slíkum meðferðum eru m.a. að bæta andlega-, líkamlega- eða sálfélagslega virkni, auk þess að draga úr einmanaleika og kvíða, bæta félagsleg samskipti og stuðla að bættum lífsgæðum. Helstu dýr sem notuð eru í hjúkrunarmeðferðum með aðstoð dýra eru hundar, kettir, hestar, fuglar og húsdýr. Þeir sem helst geta nýtt sér meðferðarformið eru hjartasjúklingar, krabbameinssjúklingar, gjörgæslusjúklingar, sjúklingar með geðsjúkdóma, börn á sjúkrahúsum og aldraðir á hjúkrunarheimilum.
    Niðurstöður þessa verkefnis benda til að meðferð með aðstoð dýra sé valkostur sem vert er að hafa í huga þegar meðferð er skipulögð og geti bætt líðan ákveðinna sjúklinga.

Samþykkt: 
  • 22.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dyra_UG_fixed.pdf275.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna