is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2767

Titill: 
  • Staða ferðaþjónustunnar á Íslandi í kreppu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimskreppa gengur nú yfir og Ísland hefur ekki farið varhluta af því. Með falli bankanna í október 2008 hefur fylgt atvinnuleysi, lágt gengi krónunnar, háir vextir og miklar takmarkanir á aðgangi að fjármagni. Í þessari rannsókn er staða ferðaþjónustunnar skoðuð. Ferðaþjónustan hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og fyrirtæki innan hennar hafa fjárfest töluvert í takt við aukna eftirspurn. Markmið þessarar ritgerðar er að draga upp mynd af því sem hefur verið að gerast í ferðaþjónustunni hér á landi undanfarin ár og hvar ferðaþjónustan standi nú þegar kreppan ríður yfir. Einnig er hlutverk stjórnvalda í hinu alþjóðlega umhverfi skoðað.
    Tekin voru opin viðtöl við valda einstaklinga úr ferðaþjónustunni. Einnig var gerð spurningakönnun meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu á internetinu. Af niðurstöðum má ráða að ferðaþjónustan á Íslandi standi þokkalega í heild. Þau fyrirtæki sem hafa verið að fjárfesta undanfarin ár og skulda mikið standa verst, sérstaklega þau sem skulda í erlendum gjaldeyri. Búist er við að menntuðu starfsfólki í ferðaþjónustu muni fjölga með auknu atvinnuleysi. Bókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum voru svipaðar í mars 2009 og árið áður en búist er við svipuðum fjölda ferðamanna og undanfarið ár. Ljóst er að mikill samdráttur er í ferðum Íslendinga erlendis og margir munu því ferðast innanlands í staðinn. Mikil óvissa er í heiminum vegna núverandi kreppu og kemur það nokkuð greinilega fram hjá viðmælendum og í spurningakönnun.

Samþykkt: 
  • 22.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
slason_fixed.pdf892.15 kBLokaðurHeildartextiPDF