is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27681

Titill: 
  • Alzheimerssjúkdómur: Hugrænar meðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alzheimerssjúkdómur er taugahrörnunarsjúkdómur af óþekktum toga og er algengasta orsök heilabilunar. Einkenni sjúkdómsins geta verið væg í byrjun en versna nokkuð jafnt og hratt. Byrjunareinkenni sjúkdómsins eru oftast minnisskerðing og ranghugmyndir. Að greinast með Alzheimer getur verið mjög streituvaldandi og sjúkdómurinn sjálfur tekur mikið af fólki. Einkenni versna oft hratt þrátt fyrir þær meðferðir sem í boði eru. Geðræn einkenni eins og kvíði, þunglyndi, ranghugmyndir og ofskynjanir svo eitthvað sé nefnt geta fylgt sjúkdómnum.
    Meðferðir sem hafa áhrif á, efla og róa hugann eru sífellt að verða vinsælli á Vesturlöndum. Þessar hugrænu meðferðir geta tengst hugleiðslu, slökun eða tónlist. Með því að styðja við Alzheimerssjúklinga með hugrænum meðferðum er mögulega hægt að bæta líðan þeirra og draga úr neikvæðum einkennum sjúkdómsins.
    Tilgangurinn með þessu yfirliti er að kanna áhrif núvitundar, Kirtan kriya og tónlistarmeðferðar á líðan fólks sem greinst hefur með Alzheimer. Einnig var skoðað hvort hugrænar meðferðir hafi jákvæð áhrif á einkenni sjúkdómsins.
    Aðferðin sem notast var við var fræðileg samantekt á rannsóknum sem fjölluðu um notkun hugrænna meðferða fyrir Alzheimerssjúklinga, rannsóknir á áhrifum Kirtan kriya, núvitundar og tónlistarmeðferðar Eftir leit í gagnagrunnum voru greinar, bæði fræðilegar samantektir og rannsóknargreinar notaðar, ásamt því að nýta viðeigandi bækur.
    Niðurstöður leiddu í ljós að notkun hugrænna meðferða hjá Alzheimerssjúklingum getur haft jákvæð áhrif og bætt líðan þessara einstaklinga. Einnig gátu hugrænar meðferðir haft jákvæð áhrif á streitu og önnur neikvæð einkenni sem fylgja þessum sjúkdómi. Meðferðirnar eru flestar einfaldar í notkun og hagkvæmar. Margar rannsóknir eru til um góð áhrif tónlistar á þau erfiðu einkenni sem oft fylgja Alzheimerssjúkdómnum og talið er að hún sé hjálpleg.
    Rannsóknir eru enn á byrjunarstigi en það má álykta af niðurstöðunum að það sé brýnt að rannsaka þessar meðferðir betur. Flestar rannsóknirnar innihalda fáa þátttakendur en eru að sýna jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun hugrænna meðferða fyrir Alzheimerssjúklinga, líkt og núvitund, Kirtan kriya og tónlistarmeðferð.
    Lykilorð: Alzheimerssjúkdómur, viðbótarmeðferðir, hugleiðsla, núvitund, kirtan kriya, og tónlistarmeðferð.

  • Abstract
    Alzheimer's disease is an unknown neurodegenerative disease and is the most common cause of dementia. Symptoms of the disease may be mild at first, but deteriorate fairly steadily. The onset of the disease is usually memory impairment and delusions. Being diagnosed with Alzheimer can be very stressful and the disease itself takes a lot of people. Symptoms often get worse despite the treatments available. Psychiatric symptoms such as anxiety, depression, delusions and hallucination, can be mentioned can accompany the disease.
    Treatments that influence, promote and calm your mind are becoming increasingly popular in the West. Cognitive therapies can be associated with meditation, relaxation or music. By supporting Alzheimer's disease with mental therapies, it is possible to improve their well-being and reduce the negative symptoms of the disease.
    The purpose of this review is to explore the effects of mindfulness, Kirtan kriya and musical therapy on the well-being of people diagnosed with Alzheimer's. It was also examined whether cognitive therapies have a positive effect on the symptoms of the disease.
    The method used was a theoretical summary of research on the use of cognitive therapies for Alzheimer's patients, Kirtan Kriya's effects, current awareness and music therapy. After searching for databases, articles were used, both academic summaries and research papers, and utilizing relevant books.
    The findings revealed that the use of cognitive therapies in Alzheimer's patients can have a positive effect and improve the well-being of these individuals. Also, mental therapies could have a positive effect on stress and other negative symptoms associated with this disease. The treatments are most simple to use and cost effective. Many studies have a good effect on music on the difficult symptoms that often accompany Alzheimer's disease and are thought to be helpful.
    Studies are still in the early stages, but it can be concluded from the results that it is urgent to investigate these treatments better. Most of the studies contain few participants, but are showing positive results in the use of cognitive therapies for Alzheimer's patients, such as modern consciousness, Kirtan Kriya and musical therapy.
    Password: Alzheimer's disease, additional therapies, meditation, mindfulness, kirtan kriya, and musical therapy. 

Samþykkt: 
  • 30.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alzheimerssjúkdómur Hugrænar meðferðir.pdf856.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0050.jpg67.4 kBLokaðurYfirlýsingJPG