is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2770

Titill: 
  • Uppeldisaðstæður og kannabisnotkun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort stuðningur og eftirlit foreldra og samsetning fjölskyldunnar hefði áhrif á kannabisnotkun unglinga. Notast var við gögn úr rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“. Þátt tóku 1918 nemendur í 10. bekk og af þeim svöruðu 1897, eða 98,9%. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Er kynjamunur á kannabisnotkun unglinga? Hefur stuðningur og aðhald foreldra áhrif á kannabisnotkun unglinga? Eru tengsl á milli uppeldishátta foreldra og kannabisnotkunar unglinga?
    Höfundar töldu megindlega aðferð henta best til að svara rannsóknarspurningunum. Við úrvinnslu gagna var kannabisnotkun unglinga borin saman við kyn, fjölskyldugerð, stuðning, aðhald og uppeldishætti foreldra. Þótt drengir greindu oftar frá notkun kannabisefna en stúlkur var munurinn ekki marktækur. Einnig kom fram að unglingar sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum sínum neyta sjaldnast kannabisefna. Því meira eftirlit sem foreldrar hafa með unglingum, þeim mun ólíklegra er að þeir neyti kannabisefna. Neikvætt samband var á milli stuðnings foreldra og kannabisnotkunar unglinga. Niðurstöður leiddu í ljós að unglingar sem fá mikinn stuðning frá foreldrum sínum eru líklegri til að neyta kannabisefna. Börn staðfastra foreldra neyta sjaldnast kannabisefna, en börn hinna vanrækslusamari neyta þeirra oftast.

Samþykkt: 
  • 22.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unglinga_fixed.pdf495.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna