is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27996

Titill: 
  • Samanburðarmælingar á afkvæmahópum Hryms við rússa- og síberíulerki á Belgsá, Höfða, Mosfelli og Sarpi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síberíulerki (Larix sibirica Ledeb) og rússalerki (Larix sukaczewii Dylis) eiga undir högg að sækja í mildri veðráttu Suður- og Vesturlands, þær tegundir verða oft illa fyrir barðinu á vorfrostum um land allt. Blendingur evrópu- og rússalerkis (Larix decidua × sukaczewii) lofar góðu hér á landi og er nefndur Hrymur af Þresti Eysteinssyni. Tilgangur mælinganna var að kanna mun á vexti, lifun og vaxtarlagi Hryms miðað við þekkt rússa- og síberíulerki við sama aldur og að bera mismunandi útgáfur Hryms saman til þess að sjá hvaða afkvæmahópur beri af í vexti, vaxtarlagi og lifun. Einnig að skoða hvort það skipti máli hvort evrópulerki væri móðir eða faðir Hryms. Mældir voru fjórir afkvæmatilraunareitir, í Belgsá í Fnjóskadal, Sarpi í Skorradal, Mosfelli í Grímsnesi og Höfða á Fljótsdalshéraði. Belgsá og Sarpur eru eitt tilraunapar gróðursett 2003. Mosfell og Höfði eru einnig eitt tilraunapar gróðursett 1999. Hæð, þvermál og rúmmál trjánna var mælt auk þess sem vaxtarlag og lifun var metið. Við 17 ára aldur hafði Hrymur 8,8 sinum meira standandi viðarrúmmál á Höfða og Mosfelli en Raivolaafkvæmin (nr. 4) og 5,1 sinnum meira en Sébalinskiafkvæmin (nr. 7) og var bæði marktækt stærri á báðum stöðum. Við 13 ára aldur hafði Hrymur 36% meira standandi viðarrúmál á Sarpi en rússa- og síberíulerki, en ekki var marktækur munur á afkvæmahópum í Belgsá. Tilraunin á Belgsá hafði lent í miklu snjóbroti sem veikti niðurstöður hennar. Almennt séð sýndi Hrymur ekki yfirburði yfir samanburðahópanna í vaxtarlagi og er það hugsanlega atriði sem bæta má með frekara úrvali í foreldrahópi Hryms. Ekki skipti máli hvort evrópulerki var faðir eða móðir Hryms. Afkvæmahópur Hryms 12 × 8 (Hausjärvi (RL) × Blairwood (SL)) bar af í vexti og vaxtarlagi á Höfða og Mosfelli. Hrymur er því mjög spennandi skógræktartré fyrir Vestur-, Suður- og Austurland. Það þyrfti að skoða betur landhlutabundinn mun.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Hrymur_Jón Hilmar Kristjánsson.pdf2.72 MBOpinnPDFSkoða/Opna