ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2804

Titill

Hegðun nemenda í bekkjarstarfi og orðræður um kyngervi. Fræðileg umfjöllun út frá póststrúktúralísku sjónarhorni

Útdráttur

Hér verður sýnt fram á hvernig fræðilegar áherslur í kynjafræðirannsóknum hafa þróast
seinustu ár og mikilvægi þeirrar þróunar þegar athygli kennara og samskipti hvað varðar kynin í bekkjarstarfi eru athuguð. Einnig verða samskipti og athygli kennara varðandi nemendur skoðuð með tilliti til póststrúktúralískts sjónarhorns og út frá því verður ráðandi orðræðu um kvenleika og karlmennsku fléttað inn í margbreytilega hegðun nemenda. Þar næst verður fjallað um nokkrar hugmyndir sem taldar eru geta bætt
umhverfi bekkjarins í átt að jafnrétti fyrir alla, óháð hegðun og kyni. Niðurstöður bentu
til að áherslubreytingar sem átt hafa sér stað í kynjafræðirannsóknum hafa gert hópa
sýnilega sem áttu það til að gleymast í fyrri rannsóknum. Ástæðan er að
póststrúktúralískt sjónarhorn, sem oft er notað í kynjafræðirannsóknum í dag og tekur
tillit til margbreytileika hegðunar í stað tvíhyggju eins og eldri rannsóknir áttu til. Til þess að skapa umhverfi, þar sem allir fá að njóta sín í bekkjarstarfi, er mikilvægt að meta hvern og einn nemenda á eigin forsendum – óháð ráðandi orðræðu um kyn. Hér verður aðeins notast við rannsóknir og greinar sem fjalla um þetta efni og niðurstöður ritgerðarinnar byggðar á því.

Samþykkt
26.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
pd_fixed.pdf201KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna