is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2805

Titill: 
  • „Sól gerði eigi skína.“ Stoðsagnir með nafnhætti í fornnorrænu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eins og lengi hefur verið vitað eru dæmi þess í fornnorrænu að stoðsagnir á b.v. feta, gera, knega, nema, ráða og tjá séu notaðar í umritunum á aðalsögn í persónuhætti, ekki síst í kveðskap. Sama notkun í lausamálstextum hefur hins vegar vakið minni athygli í málfræðilegri umræðu og því hafa stoðsagnir með nafnhætti einkum verið tengdar bragfræðilegri uppfyllingu í kveðskap. Í elstu textum, fornnorskum og forníslenskum, bregður öllum þessum sögnum fyrir og hér eru færð rök fyrir því að ekki sé rétt að greina þær á sama hátt. Stoðsögnin gera sker sig skýrt úr fram á 13. öld, bæði í kveðskap og í lausamáli, og kemur fram í umhverfi þar sem aðalsögn er sett í brennidepil. Stungið er upp á að nefna þessa notkun sagnarinnar gjörðarstoð til marks um líkindi við áherslumerkingu do í ensku. Frá 13. öld gætir aukinnar tilhneigingar til þess að gera sé beitt í umhverfi þar sem erfitt er að koma auga á áherslumerkingu og er þá með nafnháttarmerki. Þetta er túlkað þannig að endurtúlkun hafi orðið á setningagerðinni og að stoðsögnin og aðalsögnin gera hafi runnið saman.
    Setningagerðin er greind með hliðsjón af kenningum um hliðstæð fyrirbæri í tungumálum heims, ekki síst innan lögmála- og færibreytukenningar og naumhyggjustefnu. Litið er á uppkomu gjörðarstoðar í fornnorrænu sem beina afleiðingu þess að hert merking neitunarhengilsins -a/-(a)t hvarf og færsla í brennidepilslið varð ógagnsæ, sbr. gagnsæislögmálið. Á því stigi hrynur afleiðsla setningar ef sögn með merkingargrind er sett í brennidepil sem felur jafnframt í sér andstæðu. Í samræmi við hagkvæmniskilyrði er stoðsögninni gera því skotið inn í stað markaðrar færslu aðalsagnar. Innskotið er greint sem lokaúrræði þar sem gripið er í jaðar fyrri lokins áfanga, höfuð sL, þegar afleiðslan hrynur og s° gátar sterkan brennidepilsþátt sagnar. Við útskrift fær s° sjálfgefið hljóðform merkingarhlutverksins gerandi.

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samruni_fixed.pdf915.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
agrip_fixed.pdf38.4 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna