ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2806

Titill

Fræðileg úttekt á símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga

Útdráttur

Til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu hefur símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga vaxið og þróast
síðustu tvo áratugi víðsvegar um heiminn. Til að skoða þetta hlutverk hjúkrunarfræðinga var
framkvæmd fræðileg samantekt á símaráðgjöf þeirra, sem var unnin með því markmiði að: 1)
kanna símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga og aðferðir sem þeir notuðu við ráðgjöfina; 2) skoða
útkomu skjólstæðinga þeirra með tilliti til ánægju, meðferðarheldni og öryggis; og 3) skoða
hvaða áhrif símaráðgjöf hefur á heilbrigðiskerfið í ljósi hagræðingar.
Niðurstöður samantektarinnar sýndu að starf hjúkrunarfræðinga sem starfa við símaráðgjöf
er ólíkt hinni hefðbundnu hjúkrun og er þá samskiptatækni mikilvægust í árangursríkri
ráðgjöf. Verkferlar eru vinsælir, en staðla ekki endilega ráðgjöfina þar sem hjúkrunarfræðingarnir
nýta einnig sína faglegu dómgreind við ráðgjöf. Almennt var ánægja skjólstæðinganna
mikil og meðferðarheldni oftast góð en breytileg eftir ráðgjöf. Rannsóknir sýna ekki afgerandi
niðurstöður um öryggi símaráðgjafar. Símaráðgjöf eykur hins vegar skilvirka notkun á heilbrigðisþjónustu
og kostnaðarútreikningar benda til sparnaðar.
Upplýsingamiðstöð hjúkrunarfræðinga var starfrækt hér á landi til skamms tíma innan
Heilsugæslunnar, en nú er engin símaráðgjafarmiðstöð hjúkrunarfræðinga til staðar. Nauðsynlegt
er að rannsaka möguleika símaráðgjafar hér á landi þar sem hún gæti aukið skilvirka notkun á
heilbrigðiskerfinu.

Samþykkt
26.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
simaradgjof_snidma... .pdf247KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna