is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2820

Titill: 
  • Eftir krókaleiðum. Um varðveislustefnu íslenskrar tungu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni ritgerðarinnar er varðveislumarkmið íslenskrar málstefnu og þær leiðir sem eru farnar til þess að ná því. Í 1. kafla er fjallað um þá skoðun að ákveðið samhengi hafi ríkt í málinu frá upphafi og nauðsynlegt sé að sporna við breytingum á málkerfinu svo þessi samfella í máli rofni ekki. Varðveisla málsins er einnig skoðuð í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna en á tímum hennar kviknaði mikill áhugi á tungunni. Almennt var litið svo á að hnignun þjóðar og tungu færi saman og tungan væri það sem gerði Íslendinga að þjóð. Að lokum er rætt um gagnrýni á þær leiðir sem farnar eru til þess að ná takmarki varðveislustefnunnar og efasemdir um að samfella í máli eigi við rök að styðjast. Í öðrum kafla er farið nánar í hugmyndina um samfellu í máli en fylgjendur hennar telja samhengi í máli forsenduna fyrir varðveislu málsins. Rétt mál er talið það sem á sér eldri hefð og því er spornað við málfarsbreytingum. Einnig er rætt um þá skilgreiningu að rétt mál sé það sem ekki brjóti í bága við neinar málvenjur. Þeir sem aðhyllast þá skoðun telja samfellu vera ýkta og ekki forsendu fyrir varðveislu málsins. Vænlegra til árangurs sé að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun í málinu. Í 3. kafla er fjallað um málfarsleiðbeiningar og þau ólíku svið tungumálsins sem þær beinast að. Sýnishorn af málfarsleiðbeiningum eru tekin úr bók Ara Páls Kristinssonar, Handbók um málfar í talmiðlum, og rætt um þær niðurstöður að mesta áherslan er lögð á beygingakerfið. Bent er á að möguleg ástæða fyrir þeirri áherslu hafi ekki endilega með varðveislustefnuna að gera heldur þá staðreynd að beygingakerfið hefur breyst tiltölulega lítið og því talin ástæða til þess að svo sé áfram. Auk þess er textabrot úr skólaútgáfu af Brennu-Njáls sögu birt og hlutfall skýringa af heildartexta reiknað. Fæst þannig skýrari mynd af því hvort hugmyndin um samfellu í máli sé byggð á traustum grunni og hvort Íslendingar séu í raun læsir á fornbókmenntirnar. Í lokin er umfjöllun um þá staðreynd hversu lítið er fjallað um staðbundinn framburð í tengslum við varðveislu málsins. Sú kenning er rædd að sjónum sé beint að beygingakerfinu frekar en hljóðkerfinu vegna þess að hljóðkerfið hafi þegar tekið stórvægilegum breytingum og því sé ómögulegt að ætla að varðveita það í upprunalegri mynd.

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf281.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna