ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Kandídatsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2823

Titill

Fæðingarheimili: Valkostur fyrir konur?

Útdráttur

Frá því að Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður árið 1995 hefur íslenskum konum ekki boðist að fæða á sjálfstætt starfandi fæðingarheimili. Fæðingarheimili hafa þó marga kosti fyrir konur í barneignarferli hvort sem um er að ræða frístandandi einingar eða fæðingarheimili sem tengjast sjúkrahúsum á einn eða annan hátt. Markmið þessarar ritgerðar er meðal annars að gera grein fyrir meðferð, útkomu fæðinga og ánægju með þjónustu á ljósmæðrastýrðum fæðingarheimilum. Konur eiga rétt á að hafa val um fæðingarstað og
mörgum þeirra finnst fæðingarheimili fýsilegur kostur. Ánægja kvenna með þjónustu fæðingarheimila sem byggja á ljósmóðurfræðilegri nálgnun er einnig mikil. Fæði konur á fæðingarheimilum nýta þær sér frekar náttúrulegar leiðir til verkjastillingar og fá síður sterk verkjalyf eða mænurótardeyfingar. Fæðingar eru lengri en hjá konum í áhættulitlum
fæðingum á sjúkrahúsum, en innan fæðingarheimila er síður gripið til örvunar hríða með
lyfjum. Meiri líkur eru á eðlilegum fæðingum en áhaldafæðingar og keisaraskurðir eru færri.
Tíðni spangarskurða er lægri hjá konum sem fæða á fæðingarheimilum, en spangarrifur eru fleiri. Algengara er að spöng sé heil. Börn sem fæðast á fæðingarheimilum eru frekar brjóstfædd en börn kvenna í áhættulitlum fæðingum á sjúkrahúsum og heilbrigði kvenna sem fæða þar er jafn tryggt og annars staðar. Misvísandi er hver útkoma fæðingarheimila er með tilliti til burðarmálsdauða og heilbrigðis barna og þörf er á vönduðum rannsóknum. Engin rök eru þó fyrir því að konum ætti ekki að bjóðast þessi valkostur í barneignarferlinu.

Samþykkt
27.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ar_fixed.pdf251KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna