is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/283

Titill: 
  • Hjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið : rannsókn um hvernig staðið er að tilfinningalegum aðbúnaði hjúkrunarfræðinga á Slysadeild FSA
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvernig staðið væri að tilfinningalegum stuðningi við hjúkrunarfræðinga á slysadeild FSA. Rannsóknir sýna að mikil streita getur verið á slysadeild. Hætta er á að við endurtekna upplifun af hjúkrun fórnarlamba slysa og áfalla þrói fólk með sér áfallahugsýki. Því er mikilvægt að vinna úr tilfinningum eftir erfið atvik í vinnunni.
    Rannsóknarspurningin var: Hvernig er staðið að tilfinningalegum aðbúnaði hjúkrunarfræðinga á Slysadeild FSA í tengslum við alvarleg slys og/eða áföll? 1. Hvernig er staðið að undirbúningi? 2. Hvernig er stuðningur á meðan? 3. Hvernig er úrvinnslan eftir á? Rannsóknaraðferðin sem notuð var, var tilfellarannsókn. Leitað var eftir gögnum frá slysadeildinni og sjúkrahúsinu um stefnu þess. Talað var við meðlimi stuðnings- og áfallahjálparteyma og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þrjá hjúkrunarfræðinga á deildinni til að fá viðhorf þeirra. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar sem höfðu starfað í meira en eitt ár á deildinni og voru í meira en 50% starfi. Öllum var sent bréf og þeir sem svöruðu jákvætt tóku þátt.
    Helstu niðurstöður voru að ekki var veitt markviss fræðsla á deildinni um áhrif vinnunnar á andlega líðan. Ekki var heldur veitt fræðsla um stuðningsteymi starfsmanna á deildinni og var mismikið vitað um það. Allir viðmælendur þekktu vel til áfallahjálparteymisins.
    Algengast var að eftir erfið tilfelli væri sest niður og þau rædd á óformlegan hátt. Haldnir hafa verið úrvinnslufundir eftir stór mál og telja allir það nauðsynlegt fyrir þá sem það vilja. Rannsakendur telja það mikinn kost að starfsmenn deildarinnar séu samhentir og þurfi því lítinn utanaðkomandi stuðning. Ókost telja þeir hins vegar vera að stuðningur sé ekki boðinn heldur þurfi að leita eftir honum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
klapp.pdf614.69 kBTakmarkaðurHjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið - heildPDF
klapp-e.pdf121.95 kBOpinnHjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
klapp-f.pdf68.04 kBOpinnHjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið - forsíðaPDFSkoða/Opna
klapp-h.pdf143.41 kBOpinnHjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið - heimildaskráPDFSkoða/Opna
klapp-u.pdf122.83 kBOpinnHjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið - útdrátturPDFSkoða/Opna