is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28433

Titill: 
  • Útikennsla á unglingastigi í Grunnskólanum á Hellu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið mitt gildir til B.Ed gráðu við kennaradeild Háskóla Íslands. Verkefnið mitt á að hvetja unglinga og kennara til þess að velja oftar útikennslu. Stuðst er við virta fræðimenn. Aðalnámskrá grunnskóla er notuð sem viðmið í þessari ritgerð. Verkefnið mitt gengur út á að nemendur á unglingastigi við Grunnskólann á Hellu fari í þrjár vettvangs heimsóknir sem eru í nágrenni skólans. Ítarefni og hjálpargögn fylgja með. Mitt verkefni þjónar þeim tilgangi að koma til móts við þá nemendur sem glíma við námsörðuleika. Fjölbreyttar kennsluaðferðir og jákvæðni kennara er lykillinn að bjartari framtíð þeirra nemenda sem eiga stundum erfitt uppdráttar. Skólakerfið er verðmætt og undirstaða hvers samfélags. Menntakerfið og aðalnámskráin verða að uppfærast reglulega til þess að samfélagið standi ekki í stað.
    Útikennsla hefur aldrei verið nauðsynlegri en nú. Aukinn tækni hefur ollið því að hreyfingarleysi er staðreynd hjá nemendum á unglingastigi. Það eykur líkur á sjúkdómum með aldrinum ef unglingar hreyfa sig ekki. Þess vegna finnst mér útikennsla mjög nauðsynleg.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing Lokaverkefni Andri Freyr.pdf104.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Andri Freyr Björnsson Lokaskil.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna