is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28490

Titill: 
  • Leikur að orðum : leikir sem leið til að efla orðaforða barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um hvernig hægt er að efla orðaforða nemenda í gegnum leik. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar greinargerð og hins vegar leikjasafn á Netinu með hugmyndum um ýmsa leiki sem efla orðaforða nemenda. Ritgerðin er þannig uppbyggð að fyrst er fræðilegur bakgrunnur þar sem fjallað er um leik og orðaforða. Síðan er umfjöllun um helstu rök fyrir því að kenna orðaforða í gegnum leik. Vefsíðan Orðaleikjabankinn inniheldur hugmyndir að leikjum sem við erum búnar að prófa með nemendum. Við gerð þessa verkefnis voru margir leikir skoðaðir og þeir svo prófaðir með nemendum. Ekki náðu allir leikir þeim markmiðum sem lagt var upp með en nokkrir leikjanna voru endurskoðaðir og prófaðir aftur og náðust þá markmiðin. Við prófuðum leikina í misstórum nemendahópum til að kanna hvort þeir virkuðu eins á milli hópa. Orðaleikjabankinn er byggður upp þannig að í fyrstu er fjallað lítillega um hann og hvernig hugmyndin að honum varð til. Þá er gerð grein fyrir þeim sjö flokkum leikja sem við leggjum til grundvallar: Venjulegir námsleikir, rökleikir og heilabrjótar, orða- og málþroskaleikir, leikræn tjáning og hlutverkaleikir, hreyfi- og skynjunarleikir, hóp- og samvinnuleikir og námsspil og hermileikir.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikur að orðum -Leikir sem leið til að efla orðaforða barna. B.Ed (1).pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_lokaverkefni_Skemman.pdf230.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF