is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2851

Titill: 
  • Erlend gagnrýni á íslensku bankana árið 2006. Viðvaranir virtar að vettugi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þrír stærstu íslensku bankarnir urðu gjaldþrota árið 2008 og komu íslenska hagkerfinu í verulegan vanda. Á árinu 2006 hafði verið varað við í hvað stefndi.
    Viðfang þessarar ritgerðar er að greina þá gagnrýni sem kom fram á hendur bönkunum árið 2006, hversu réttmæt hún reyndist, hver voru viðbrögð bankanna og ríkisins, ásamt afleiðingum og aðstæðum sem leiddu til falls íslensku bankanna. Skýrslur erlendra og innlendra sérfræðinga sem um málið hafa fjallað verða lagðar til grundvallar og hagfræðikenningum fjármálamarkaða gerð skil.
    Bankarnir féllu af sömu ástæðum og þeir voru gagnrýndir fyrir árið 2006. Krísan tveimur árum síðar var einungis stærri og breyttist lausafjárkreppan í alheimskreppu. Íslensku bönkunum reyndist ógerlegt að nálgast nægjanlegt lausafé til starfrækslu sinnar og áttu bankarnir í gífurlegum trúverðugleikavanda fyrir að hafa ekki brugðist betur við veikleikum sínum þegar tími var til stefnu.
    Erlenda gagnrýnin var að mörgu leyti réttmæt. Helsta gagnrýnin á bankana var hve mikið þeir reiddu sig á fjármögnunarmarkaði, viðkvæmni þeirra fyrir markaðsáhættu, vafi um gæði útlánasafns bankanna og gengisáhætta fjármagns reyndust allar vera réttar.
    Bankarnir brugðust við sumum þáttum gagnrýninnar en létu aðra sem vind um eyru þjóta. Ef til vill er ekki hægt að skrifa allt sem miður fór á reikning bankanna, bankaeftirlit brást og reglugerðir reyndust ófullnægjandi. Erlend lánsmatsfyrirtæki brugðust eftirlitshlutverki sínu og vanmátu ábyrgð íslenska ríkisins og kerfisbundna áhættu.
    Bankarnir urðu of stórir í hlutfalli við hagkerfi Íslands. Ríkisvaldið hafði leyft þeim að vaxa um of, í stað þess að sníða þeim stakk eftir vexti. Seðlabankinn brást hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara, gjaldeyrisforði landsins dugði skammt til að styðja við bakið á bönkunum þegar á reyndi og mistókst seðlabankanum það hlutverk sitt að halda fjármálaóstöðugleika fjarri.

Samþykkt: 
  • 27.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnryni_a_islensku_bankana2006_fixed.pdf643.61 kBLokaðurHeildartextiPDF