ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2858

Titill

Átraskanir. Áhættuþættir og forvarnir

Útdráttur

Þróun átröskunarsjúkdóma er flókin og ekki hefur verið hægt að sýna fram á hver hin raunverulega orsök er. Átröskunarsjúkdómar eru illvígir og oft ólæknanlegir, þess vegna er mikilvægt að hindra framgang einkenna við upptök vandans. Forvarnarvinnan þarf að vera margþætt og hafa einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins að leiðarljósi.
Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða áhættuþætti fyrir átröskunum meðal barna og ungmenna og hvaða forvarnir hafa verið árangursríkar til að draga úr áhrifum þeirra. Helstu áhættuþættir fyrir þróun átröskunarsjúkdóma eru léleg sjálfsmynd, neikvæð líkams¬ímynd, áhrif fjölmiðla og samfélags varðandi hina grönnu líkamsímynd og persónuleiki.
Erlendar rannsóknir hafa á sl. 10-15 árum skoðað árangur forvarnarverkefna sem beinast gegn átröskunum. Hafa rannsóknirnar sýnt að forvarnarverkefnin verða að vera sett fram á fjölbreytilegan máta og unnin í samvinnu allra í umhverfi barna og unglinga, má þar nefna foreldra, kennara og vini. Árangursríkar forvarnir verða að vera valkvæðar (selective) og beinast gegn áhættuþáttum sem og eflingu verndandi þátta. Hérlendis á þróun forvarna gegn átröskunum töluvert langt í land hvað þetta varðar.
Niðurstöður þessarar fræðilegu úttektar eru gagnlegar fyrir skólahjúkrunarfræðinga og starfsmenn skóla sem gegna mikilvægu forvarnarhlutverkum á þessum mótunarárum lífsins.

Samþykkt
28.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd_180509... .pdf501KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna