ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2860

Titill

Heilbrigðisþarfir heimilislausra kvenna

Útdráttur

Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna heilbrigðisþarfir heimilislausra kvenna á höfuðborgarsvæðinu, hvort og þá hvernig þær nýttu sér heilbrigðisþjónustuna og hvernig hægt væri að mæta þörfum þeirra enn frekar. Notuð var fyrirbærafræði, sem er eigindleg rannsóknaraðferð og hentar vel þegar lýsa á reynsluheimi einstaklinga.
Aðferðir: Þátttakendur voru átta heimilislausar konur sem fengnar voru með hentugleikaúrtaki. Gagnasöfnun fór fram með opnum viðtölum þar sem stuðst var við viðtalsvísi. Þemu voru síðan greind úr viðtölum.
Niðurstöður: Fram komu fjögur meginþemu: Lífið á götunni, heilsufar, heilbrigðisþjónusta og framtíðarsýn. Helstu heilbrigðisvandamál þátttakenda voru öndunarfærasjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar og þunglyndi. Þátttakendur leituðu aðallega eftir heilbrigðisþjónustu á bráða- og slysadeild Landspítalans en leituðu aðeins þjónustu þegar mikil eða bráð veikindi bar að. Það sem helst hindraði þátttakendur í að nýta sér heilbrigðisþjónustu var kostnaður og fordómar. Þeir töldu nærþjónustu í hjólhýsi sem yrði komið fyrir í miðbæ Reykjavíkur góðan kost.
Ályktun: Rannsakendur telja mikilvægt að koma á sérhæfðri nærþjónustu fyrir heimilislausa þar sem hún gæti dregið úr notkun á bráða- og slysaþjónustu. Með nærþjónustu væri hægt að auka eftirlit með heimilislausum og bæta heilsufar þeirra.
Lykilorð: Heilbrigðisþarfir, heilbrigðisþjónusta, heimilislausar konur, heimilisleysi, hindranir, varnarleysi.

Samþykkt
28.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heilbrigðisþarfir ... .pdf286KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna