ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Kandídatsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2861

Titill

Heyra ljósmæður raddir heyrnarlausra kvenna ? Reynsla heyrnarlausra kvenna af barneignarferlinu

Útdráttur

Tengslamyndun ljósmæðra og heyrnarlausra kvenna er óþekkt stærð í fræðigrunni ljósmæðra. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að skyggnast inn í hugarheim heyrnarlausra kvenna og skoða samband þeirra við ljósmæður. Því var þróaður viðtalsrammi fyrir upplýsingaöflun um reynslu heyrnarlausra kvenna af meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.
Markmiðið var að leita leiða til þess að bæta þjónustu ljósmæðra við heyrnarlausar konur meðal annars með því að auka skilning stéttarinnar á mikilvægum þáttum í bakgrunni heyrnarlausra kvenna.
Tekin voru djúpviðtöl við þrjár heyrnarlausar konur og þau greind með fyrirbærafræðilegri nálgun. Við þróun viðtalsramma var gerð fræðileg samantekt á rannsóknum um samskiptaleiðir heyrnarlausra við heilbrigðisstarfsfólk, upplifun þeirra og aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Ljósmæður þurfa að þekkja bakgrunn heyrnarlausra og virða táknmál sem þeirra móðurmál til að efla sjálfsöryggi þeirra og stuðla að ánægjulegri upplifun. Aðferðir eins og að skrifa á miða, treysta á varalestur eða nota fjölskyldumeðlimi sem staðgengla túlka eru óásættanlegar. Nauðsynlegt er að auka aðgengi heyrnarlausra kvenna að túlkaþjónustu á legudeildum sjúkrahúsa, utan fastra punkta eins og barnsfæðingar eða útskriftarfræðslu.

Samþykkt
28.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
kvenna_fixed[1].pdf568KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna