is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2863

Titill: 
  • Þjáning og leiðindi: Um svartsýni í heimspeki Schopenhauers
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að taka fyrir svartsýni í heimspeki Schopenhauers.
    Heimurinn samkvæmt Schopenhauer er samsettur af vilja annars vegar og hugmyndum hins vegar. Ég ætla að gera grein fyrir hugmyndinni um viljann, draga fram helstu þætti viljans og þær afleiðingar sem hann hefur.
    Heimurinn sem hugmynd er hin hliðin, sem ég geri einnig stutt skil á og svo
    aðgreiningu á heiminum sem vilja og heiminum sem hugmyndir. Sú ályktun sem Schopenhauer dregur af frumspeki sinni um heiminn eru að óhamingja, þjáning og leiðindi einkenni stöðu mannsins. Þessi hugtök ásamt hamingjunni eru viðfangsefni þessarar ritgerðar, en ég sýni fram á að þau
    eru óumflýjanlegur hluti af tilverunni sem margir vilja líta fram hjá. Ég tek
    gagnrýni Georgs Simmels til athugunar, hvort hugmyndir hans um hamingjuna geti grafið undan þjáningunni sem Schopenhauer segir gegnsýra mannlega tilvist. Hamingjan er brigðul og sýni fram á óstöðugleika hennar.
    Max Horkheimer kemur þá til sögunnar og hugmyndir hans um Schopenhauer sem ljósið í myrkrinu, þrátt fyrir svartsýnina. Ég ber saman ólíkar túlkanir Simmel og Horkheimer á svartsýni í heimspeki Schopenhauers. Að lokum tek ég undir hugmyndir Horkheimers og og sýni fram á gildi svartsýninnar. Ég tel að þjáningin og leiðindin í lífinu vera
    staðreynd sem oft er misskilin. Svartsýnin hins vegar, mætir þeim og tekur á
    þeim á meðan bjartsýnin getur leitt okkur í ógöngur.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Schopenhauer_Simon_fixed.pdf427.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna