is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2877

Titill: 
  • Verkjamat hjá eins til fjögurra ára börnum: Þýðing og forprófun á FLACC verkjamatskvarða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • FLACC verkjamatskvarðinn var þróaður til að meta verkjahegðun barna á aldrinum tveggja mánaða til sjö ára. Tilgangur þessa verkefnis var að þýða og forprófa íslensku útgáfu FLACC verkjamatskvarðans hjá eins til fjögurra ára börnum sem gengist höfðu undir skurðaðgerð. Þær rannsóknaspurningar sem leitast var við að svara voru tvær. Í fyrri spurningunni var spurt um réttmæti verkjamatskvarðans, þ.e. hvort munur væri á verkjahegðun eftir skurðaðgerð hjá eins til fjögurra ára börnum rétt fyrir verkjalyfjagjöf, 30 og 60 mínútum síðar. Í seinni spurningunni var spurt um áreiðanleika matsmanna þegar verkjahegðun er metin hjá eins til fjögurra ára börnum. Notast var við megindlega aðferðafræðilega rannsóknaraðferð við forprófunina.
    Fyrstu niðurstöður forprófunar á íslensku þýðingunni á FLACC verkjamatskvarðanum styðja réttmæti og áreiðanleika mælitækisins fyrir fjóra af fimm flokkum. Lokið hefur verið við að greina gögn 11 barna af þeim 40 sem koma til með að taka þátt í rannsókninni. Verkjamat og verkjastilling hjá börnum, sem gangast undir skurðaðgerðir, er krefjandi viðfangsefni. Oft er erfitt að meta verki hjá börnum og gerir það verkjastillingu þeirra flóknari. Vonir standa til að FLACC verkjamatskvarðinn komi til með að verða notaður á barnadeildum í þeim tilgangi að bæta verkjameðferð ungra barna sem gangast undir skurðaðgerðir.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc rigerð - Sigríður Árna Gísladóttir - lokað eintak_fixed.pdf37.13 MBLokaðurHeildartextiPDF