is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2892

Titill: 
  • Þýðing og mat á próffræðilegum eiginleikum bjargráðslistans CSQ (Coping Styles Questionnaire)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að þýða og skoða próffræðilega eiginleika bjargráðalistans CSQ (Coping Styles Questionnaire). Þátttakendur voru 215 nemendur, þar af 135 konur og 74 karlar. Þátttakendur stunduðu nám í fimm deildum við Háskóla Íslands. Bjargráðslistinn CSQ var þýddur og gerð á honum próffræðileg athugun. Listinn var þáttagreindur þrisvar þar sem 3, 4 og 5 þættir voru dregnir út. Hentugast var að notast við þriggjaþáttalausn og var hún sambærilegust fyrri rannsóknum. Meðaltöl kynjanna voru reiknuð og voru meðaltölin sambærileg fyrri rannsóknum. Meðaltal kvenna var hæst á tilfinninga-aðskilnaðar þætti og meðaltal karla var hæst á röklegum þætti. Réttmætisathugun var viðunandi, samleitniréttmæti var ekki gott við forðunarþátt CISS en talið er að forðunarþættir CSQ og CISS séu ekki að mæla sama hlutinn. Almennt séð eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir og styðja notkun á íslensku útgáfu CSQ bjargráðalistans.

Samþykkt: 
  • 29.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsloka_fixed.pdf588.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna