ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2910

Titill

Nýburar í áhættumati á vökudeild: Lýsandi rannsókn á matsgögnum eins árgangs

Útdráttur

Á Vökudeild Barnaspítala Hringsins koma um 300-450 nýburar á ári í áhættuinnlögn í stuttan tíma vegna ýmissa skammvinnra vandamála. Ástand þeirra og inngrip er skráð á sérstök eftirlitsblöð.
Samsetning þessa hóps barna er lítt þekkt og engin markviss athugun eða rannsókn liggur fyrir um ástand þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að fá yfirsýn yfir þessi börn og unnið var úr upplýsingum af eftirlitsblöðunum yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2008. Ferlið frá því að barn kemur inn til eftirlits og þar til það fer af deildinni var skoðað og upplýsingar fengnar um samsetningu hópsins, áhættuþætti fyrir nánu eftirliti nýbura, hversu langt eftirlitið er og hvaða mynd eftirlitsblöðin gefa af þeim. Af 409 nýburum tóku 398 þátt en upplýsingar um kyn, meðgöngulengd eða Apgar vantaði hjá 11 barnanna auk þess eru innilögð börn ekki hluti af úrtaki. Upplýsingar voru færðar inn í SPSS tölfræðiforrit og unnið úr þeim með lýsandi tölfræði.
Niðurstöður sýna að drengir (55%) voru fleiri en stúlkur (45%) og eftirlit stóð að meðaltali í 183 mín. Algengustu ástæður komu voru öndunarerfiðleikar (34,5%), slappt barn eða lélegur Apgar (10,2%), keisarafæðing (9,5%) og grænt legvatn (7,3%). Meðgöngulengd barnanna var frá 35 vikum til 42 vikna og 6 daga eða 39 vikur og 4 dagar að meðaltali. Yfirsýn yfir þennan hóp barna veitir þekkingu um þau börn sem ekki þurftu innlögn á Vökudeild en voru þó lögð inn til eftirlits, og verður starfsfólki til glöggvunar við að endurmeta vinnubrögð við ákvarðanir um eftirlit og innlagnir á nýburagjörgæslu.

Samþykkt
30.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
a_fixed.pdf4,56MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna