is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2918

Titill: 
  • Áróðursmyndir á 20. öld. Um myndræna miðla og sagnfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er það ætlun mín að taka nánar til skoðunar frasan: ein mynd segir meira en 1000 orð. það er að segja á hvaða hátt talar myndefni til okkar, hvernig heimildir eru myndir, og hvernig er hægt að nýta myndefni í sagnfræði. Umfang þeirra spurninga er vissulega nokkuð breitt og yfirgripsmikið, og verður af þeim sökum kannski farið fullfljótt yfir sögu á stöku stað. Eftir stendur þó að myndefni skipar æ meiri sess í nútímaþjóðfélögum og því er engin vanþörf á að taka notkun myndefnis í sagnfræði til skoðunar. Myndir geta að sjálfsögðu verið af öllum toga og gerðum, en í þessari ritgerð er það ætlun mín að einskorða mig við myndir með undirliggjandi boðskap, myndefni áróðurs og andófs. Slíkt myndefni er einmitt skilyrt afsprengi þeirrar tæknibyltingar er átti sér stað á síðustu öld og þeirra umbreytinga sem fylgdu í kjölfarið. Dæmi af þeim toga er því víða að finna.
    Í fyrsta kaflanum er fjallað stuttlega um sögu myndrænna tjáskipta og gerð grein fyrir helstu tímamótum. Ítarlegri umfjöllun er svo um 20. öldina, enda má segja að myndrænn áróður komi þar fram sem fullskapaður miðill. Í öðrum kaflanum er fjallað um myndefni sem sagnfræðilegar heimildir, farið yfir gildi mynda sem og notkunarmöguleika og framsetningu. Í þriðja kaflanum eru tekin fyrir innlend dæmi af myndrænum áróðri og reynt að setja þau í sögulegt samhengi. Á eftir hverjum megin kafla er svo að finna sérstaka myndaþætti sem er ætlað að styðja við og varpa frekara ljósi á framangreinda kafla.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_final_fixed.pdf284.98 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
myndakafli1_lowres_fixed.pdf1.47 MBOpinnViðauki1PDFSkoða/Opna
myndakafli2_lowres_fixed.pdf436.46 kBOpinnViðauki2PDFSkoða/Opna
myndakafli3_lowres_fixed.pdf725.5 kBOpinnViðauki3PDFSkoða/Opna