ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2924

Titill

Skólahjúkrun í íslenskum framhaldsskóla: Þörf og notkun

Útdráttur

Vandamál: á unglingsárunum eru einstaklingar að ganga í gegnum stærsta breytingarskeið lífsins og þurfa að takast á við margvísleg vandamál er tengjast líkamlegri-, andlegri- og félagslegri heilsu. Unglingar nýta heilbrigðisþjónustu sem er sérsniðinn að þeirra þörfum og veitt í nærumhverfi. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla eiga nemendur að fá heilbrigðisþjónustu í sínu nærumhverfi en einungis eru skólahjúkrunarfræðingar starfandi í fimm framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Tilgangur: að kanna þörf og nýtingu nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík á þjónustu skólahjúkrunarfræðings.
Aðferð: notast var við megindlegar og eigindlegar aðferðir þar sem lýsandi rannsóknarsnið og efnisgreining voru notaðar saman. Spurningakönnun var lögð fyrir 205 nemendur í 3. og 5.bekk Menntaskólans í Reykjavík. Síðan voru tekin viðtöl við þá fimm skólahjúkrunarfræðinga starfandi í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður: sýndu að rúmur helmingur þátttakenda í spurningakönnuninni áttu við andleg og/eða líkamleg vandamál að stríða. Aftur á móti virðast nemendurnir ekki nýta þjónustu skólahjúkrunarfræðingsins nema þegar um líkamleg vandamál er að ræða. Niðurstöður viðtala sýndu að skilgreina þarf betur starf og hlutverk skólahjúkrunarfræðings í framhaldsskóla. Einnig kom sterkt fram að unglingar í framhaldsskóla vita ekki hvert þeir geta sótt sér heilbrigðisþjónustu.
Ályktun: þörf er fyrir skólahjúkrun í framhaldsskólum en skilgreina þarf betur störf skólahjúkrunarfræðinga sem þar starfa.

Samþykkt
2.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaverkefni_fixed.pdf668KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna