ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2932

Titill

Samkeppnisumhverfi á íslenskum raforkumarkaði : framleiðsla - dreifing - sala

Skilað
Júní 2009
Útdráttur

Þegar raforkuframleiðsluframleiðsla hófst fyrst á Íslandi var það vegna frumkvæðis einstaklinga sem höfðu kynnst þessu orkuformi erlendis og sáu tækifæri til að hagnýta þetta nýja afl hér á landi. Þessir frumkvöðlar sáu í raforkunni tækifæri fyrir sig og sína starfsemi en voru ekki endilega að hugsa um samfélagið eða að raforkan mundi verða á forræði þess eins og síðar varð. Stjórnvöld komu síðan í kjölfarið vegna áhrifa erlendis frá og uppbygging raforkukerfa landsins var að öllu leyti framkvæmd af hinu opinbera. Það er ekki fyrr en á síðusta áratug tuttugustu aldar að menn fóru aftur að hugsa um raforkuna sem gæði einstaklinganna, að raforkan gæti verið markaðsvara ekki einungis afl sem samfélagið legði til. Íslenskur raforkumarkaður hefur tekið gífurlegum breytingum nú allra síðustu ár með tilkomu breyttra raforkulaga árið 2003. Áður var um að ræða starfsemi sem að öllu leyti var á vegum ríkisvaldsins en hefur nú verið markaðsvædd að hluta. Í ritgerð þessari er farið yfir þau gögn og heimildir sem er að finna um íslenskan raforkumarkað eins og hann er nú, sagan rakin og hinar nýju aðstæður skoðaðar. Reynt verður að bera saman stöðuna hér á landi við stöðuna í nágrannalöndunum og rýnt í skiptingu verðmyndunar á framleiðslu, dreifingu og sölu. Augunum er einkum beint að hinum almenna raforkumarkað það er stöðu venjulegs fjölskyldufólks þ.e. neytandans og hvernig þetta breytta umhverfi horfir við honum. Reynt verður að ráða í það hvað helst hamli samkeppni og hvaða þættir það eru sem líklegastir eru til að ýta undir samkeppni.

Samþykkt
2.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSritgerd_AsdisHro... .pdf740KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna