is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2941

Titill: 
  • Á heimavinnsla og sala afurða beint frá býli framtíð fyrir sér á Íslandi?
Titill: 
  • Does home processing and marketing products direct from the Farm have a future in Iceland?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að greina hvort heimavinnsla og sala afurða beint frá býli
    eigi framtíð fyrir sér á Íslandi. Þá er einnig reynt að bera saman hvernig íslenskir
    heimavinnsluaðilar standa samanborið við Norðmenn sem lengi hafa stundað
    heimavinnslu og eru framarlega í framleiðslu heimaunninna matvæla.
    Fjallað er örstutt um sögu og þróun landbúnaðar síðustu misseri og farið yfir helstu
    áhrifaþætti þessarar þróunar. Það eru einkum nýsköpun og frumkvöðlafræði sem liggur
    þessari skýrslu til grundvallar auk þess sem markaðsfræðin og fleiri fræði fléttast inn í
    fræðilegar skilgreiningar. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir slæmt efnahagsástand þá
    stendur landbúnaður vel hér á landi hvað varðar gæði afurða og hreinleika. Þetta eru
    þættir sem við þurfum að sameinast um að varðveita og kynna fyrir ferðamönnum sem
    hingað koma. Það er ljóst að heimavinnsla er rétt að byrja hér á landi og þarf að huga að
    ýmsu til að gera hana öflugri og styrkari t.d þurfa stjórnvöld og forsvarsmenn
    Bændasamtakanna að standa þétt við bakið á aðilum sem áhuga hafa á því að hefja
    framleiðslu og reyna eftir fremsta megni að greiða götu þeirra. Það er heilmikið og flókið
    laga og regluverk sem nær utan um sölu og framleiðslu á landbúnaðarvörum og þyrfti að
    endurskoða það til hlítar og jafnvel rýmka eða sveigja. Alla vega aðlaga að íslenskum
    staðháttum og samræma áherslur eftirlitsaðila. Ákveðnar reglur þurfa þó að vera til staðar
    svo vandað sé til verks og einungis gæðavörur séu á boðstólum.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_Olafia_vor2009_fixed.pdf485.13 kBLokaðurHeildartextiPDF