ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2967

Titill

Frammistöðumat : skilvirkt stjórntæki í mannauðsstjórnun SPRON?

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2009
Útdráttur

Í þessu lokaverkefni er fjallað um skilvirkni frammistöðumats hjá Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis, hér eftir nefndur SPRON.
Tvær rannsóknir voru gerðar, annarsvegar eigindleg rannsókn í formi viðtalskönnunar og
hinsvegar megindleg rannsókn þar sem spurningakönnun var lögð fyrir 111 starfsmenn
SPRON sparisjóðs.
Markmiðið með þessum könnunum var að skoða skilvirkni frammistöðumats SPRON og
kanna viðhorf starfsmanna til frammistöðumatsins. Einnig að kanna hvað það er sem örvar og
hvetur starfsmenn SPRON til bættrar frammistöðu og árangurs.
Viðtalskönnunin leiddi í ljós að skilvirkni frammistöðumats SPRON er góð í þeim hluta
ferilsins er varðar undirbúning, kynningu og framkvæmd frammistöðuviðtalanna. Hinsvegar
er eftirfylgni ábótavant eftir að frammistöðuviðtölum er lokið. Einnig er mismunandi hvernig
frammistöðumatið er framkvæmt af stjórnendum.
Spurningakönnunin leiddi í ljós að starfsmenn eru almennt mjög jákvæðir gagnvart
frammistöðumati en telja að eftirfylgni og endurgjöf eftir frammistöðuviðtal skorti. Einnig
kemur fram að árangurstengdir þættir frammistöðumatsins eru ekki eins skilvirkir og ætla
hefði mátt og má leiða líkum að því að það tengist skorti á eftirfylgni markmiða.
Stjórnendur þurfa að koma af stað skipulegu ferli sem heldur utan um eftirfylgni og auka
endurgjöf svo að frammistöðumatið nái að verða það skilvirka stjórntæki sem til er ætlast.

Samþykkt
3.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSritgerd_Viglin_v... .pdf832KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Vidauki_Viglin_vor... .pdf667KBOpinn Viðauki ritgerðar: Frammistödumat PDF Skoða/Opna