ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/297

Titill

Ólíkar leiðir að sama markmiði

Útdráttur

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni; Hvernig þróast læsi í leikskóla? Á hvern hátt er unnið með þessa þætti hjá elstu börnum í leikskólum Reykjanesbæjar? Við leituðum svara við því á hvern hátt bernskulæsi þróast hjá börnum á leikskólaaldri og skoðum hvort það sé misjafnt eftir leikskólum hvernig unnið er með þessa þætti í Reykjanesbæ.
Þar sem mál og lestur eru tengd fjöllum við um þrjár meginkenningar í máltöku, atferliskenningu, erfðakenningu og vitsmunakenningu og síðan nýrri tíma kenningar og rannsóknir er lúta að starfsemi heilans.
Þá er greint frá ýmsum þáttum er varða forsendu læsis en fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar í því skyni að rannsaka hvaða þættir málþroskans segja mest fyrir um árangur í lestrarnámi.
Til að kanna á hvern hátt er unnið með læsi hjá elstu börnum í leikskólum Reykjanesbæjar var tekið viðtal við hópstjóra elstubarna í þremur leikskólum, sem við nefnum A, B og C, leikskólarnir heimsóttir og námskrár textagreindar.
Helstu niðurstöður könnunar okkar eru að ólíkar leiðir eru farnar í þessum málum.
Allir leikskólarnir leggja áherslu á að styrkja og undirbúa börnin undir næsta skólastig með því að styrkja sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð barnanna, leiðirnar sem þeir velja eru nátengdar þeirri hugmyndafræði og stefnum sem leikskólarnir annars vinna eftir.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
olikarleidir.pdf630KBTakmarkaður Ólíkar leiðir að sama markmiði - heild PDF  
olikarleidir_e.pdf111KBOpinn Ólíkar leiðir að sama markmiði - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
olikarleidir_h.pdf149KBOpinn Ólíkar leiðir að sama markmiði - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
olikarleidir_u.pdf94,1KBOpinn Ólíkar leiðir að sama markmiði - útdráttur PDF Skoða/Opna