ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2970

Titill

Samsköttun móður- og dótturfélaga yfir landamæri

Skilað
Júní 2009
Útdráttur

Stofnun dótturfélaga með heimilisfesti í öðru landi hefur aukist mikið, þetta má rekja til
vaxandi alþjóðavæðingar og útrásar íslenskra fyrirtækja á grundvelli frjáls
fjármagnsflutnings og staðfesturéttar. Hefur þetta leitt til umræðna í þjóðfélaginu um réttindi
þessara félaga. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort ákvæði 55. gr. laga um tekjuskatt
nr. 90/2003 (tsl.), sem fjallar um samsköttun hlutafélaga, standist þær kröfur sem
samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES samningurinn) gerir til landsréttar.. Til að
svara þessari spurningu er skoðuð sambærileg löggjöf helstu nágrannaríkjanna. Jafnframt er
vikið að skuldbindingum Íslands að EES samningnum og lagður til grundvallar
stefnumarkandi dómur Evrópudómstólsins tengdur efninu og áhrif hans innan EES.
Réttarheimildir og dómar íslenskra dómstóla tengdir efninu eru einnig til umfjöllunar.
Niðurstaðan er sú, að æskilegt er að gera breytingar á 55. gr. tsl., annars vegar til þess að
uppfylla skuldbindingar sem leiða af EES samningnum og hins vegar til að auðvelda litlum
fyrirtækjum, sem hafa hvorki fjárhagslegt bolmagn eða tíma til að standa í málarekstri fyrir
dómstólum, að hagræða rekstri sínum. Í frumvarpi með lögum nr. 154/1998 um tekjuskatt og eignarskatt, kemur fram að markmið með setningu lagagreinarinnar hafi verið að gera fyrirtækjum kleift að hagræða rekstri sínum.

Samþykkt
3.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSritgerd_Ingibjor... .pdf168KBOpinn Meginmal PDF Skoða/Opna
Utdrattur_Ingibjor... .pdf118KBOpinn Utdrattur PDF Skoða/Opna