is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2981

Titill: 
  • Lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lyfjamistök á sjúkrahúsum eru algeng og er talið að stór hluti þeirra verði í umsjá
    hjúkrunarfræðinga. Flest mistök hafa ekki áhrif á sjúklinginn sem fyrir þeim verður en viss hluti
    leiðir til skaða og jafnvel dauða.
    Tilgangur þessarar samantektar er að varpa ljósi á lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á
    sjúkrahúsum. Með fræðilegri samantekt er leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hversu
    algeng eru lyfjamistök meðal hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum? Hvaða tegundir lyfjamistaka
    eru algengastar og hvað orsakar þau? Leitað var heimilda í gagnasöfnum PubMed, ProQuest og
    Scopus, auk þess sem heimildaskrár þeirra heimilda voru notaðar til heimildaleitar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum eru algeng.
    Algengustu tegundir lyfjamistaka eru; rangur innrennslishraði við lyfjagjöf í æð, rangur tími
    lyfjagjafar, rangur lyfjaskammtur og lyfjagjöf sleppt. Talið er að truflanir, aukið vinnuálag og
    reynsluleysi starfsfólks séu algengustu orsakir lyfjamistaka. Af niðurstöðum má álykta að draga
    megi úr lyfjamistökum m.a. með skýrum og aðgengilegum verklagsreglum og markvissri fræðslu
    og þjálfun hjúkrunarfræðinga á lyfjaumsýslu og lyfjafræði.

Samþykkt: 
  • 4.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sum_fixed.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna