ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2984

Titill

Til mikils er að vinna: Starfsendurhæfing, stefna og leiðir til virkni og þátttöku í samfélaginu

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu öryrkja, þátttöku þeirra í samfélagi og atvinnulífi.
Sjónum er beint að stefnu, straumum og leiðum til aukinnar virkni þeirra sem búa við
skerta vinnufærni. Í sögulegu samhengi er gerð grein fyrir helstu úrræðum og aðilum,
sem komið hafa að starfsendurhæfingu og starfsþjálfun hér á landi. Sjá má að þar hafa
samtök fatlaðra verið í fararbroddi.
Í ritgerðinni er varpað ljósi á hvað hindrar og hvað stuðlar að árangursríkri
starfsendurhæfingu og virkri þátttöku fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Rannsóknin sem
lögð er til grundvallar í þessari ritgerð skiptist í tvo megin þætti. Annars vegar
megindlegan þátt, könnun á reynslu og afdrifum nemenda Hringsjár, náms- og
starfsendurhæfingar. Hins vegar er eigindleg rannsókn, opin viðtöl við 12
einstaklinga. Markmið viðtalanna er að fá fram lífssögur öryrkja, reynslu þeirra og
upplifun á eigin aðstæðum sem og að fá fram reynslu og sjónarmið sérfræðinga.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna góðan árangur af starfi Hringsjár, jákvæða reynslu
svarenda af starfsendurhæfingunni og virka þátttöku meirihluta þeirra í frekara námi
og starfi. Einnig leiðir hún í ljós fjölmarga samtvinnaða innri og ytri þætti sem skipt
geta sköpum. Fram kemur í þessari rannsókn að valdefling einstaklingsins er kjarninn
í starfsendurhæfingunni, en ytri aðstæður, atvinnulífið og kerfið allt geti verið
Þrándur í Götu virkrar þátttöku. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að hér vanti
heildarsýn og þörf sé á kerfisbreytingum, heildstæðu, gagnsæju og aðgengilegu kerfi
vinnu- og velferðarmála. Mikilvægt sé að efla úrræði í starfsendurhæfingu og tryggja
samfellu í þjónustunni. Veita þurfi persónulega faglega handleiðslu þar sem
einstaklingurinn og hagur hans sé í fyrirrúmi. Auðvelda þurfi aðgengi að menntun og
vinna gegn brottfalli. Í ritgerðinni er greint frá ýmsu sem er í deiglunni hjá
stjórnvöldum og aðilum atvinnulífsins hvað þetta efni varðar, skipan örorkumats,
starfsendurhæfingar og atvinnumála fatlaðra, en ljóst er að margt er þar í óvissu og
ekki til lykta leitt þegar hér er komið sögu.

Samþykkt
4.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
GudrunHannesdottir... .pdf855KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna