is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2987

Titill: 
  • Keppnisskap hjá ungum handboltaiðkendum: Kynjamunur og áhrif þjálfara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Framkvæmdar voru tvær rannsóknir til að skoða keppnisskap og hvernig hegðun þjálfara hefur áhrif á það. Tilgangur fyrri rannsóknar var að sjá hvort að munur kæmi fram á keppnisskapi hjá strákum og stelpum og hvort að tvær tegundir þjálfara, aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari, hefðu áhrif á keppnisskap barna með hegðun sinni. Fylgst var með strákum og stelpum spila handboltaleiki og tíðni hegðunar sem felst undir keppnisskap var talin. Helstu niðurstöður voru þær að strákar sýna meiri keppnisskap en stelpur og þeir sýna oftar neikvæða hegðun en jákvæða. Ekki kom fram munur á jákvæðri og neikvæðri hegðun hjá stelpum. Áhrif þjálfara á keppnisskap mátti helst sjá að neikvæð hegðun var mest hjá strákum þegar aðstoðarþjálfari stjórnaði æfingu.
    Í seinni rannsókninni voru búin til tvö myndbönd þar sem stelpur spiluðu handboltaleik. Þjálfari stjórnaði leiknum og á öðru myndbandinu var hann hvetjandi en á hinu var hann hvetjandi og með leiðbeiningar til leikmanna. Myndböndin voru síðan sýnd tíu foreldrum og tíu þjálfurum barna og þau síðan látin svara lista með 18 staðhæfingum um keppnishegðun barnanna til að sjá hvort að fólk sæi mun á hegðun í handboltaleik út frá hegðun þjálfara. Helstu niðurstöður voru þær að hvorki þjálfarar né foreldrar sáu mun á keppnishegðun barnanna eftir hegðun þjálfara á myndbandinu. Munur kom þó fram þegar þjálfari var hvetjandi og með leiðbeiningar en þá fannst þjálfurum koma fram meiri keppnisskap en foreldrum. Þegar staðhæfingar listans voru skoðaðar kom í ljós að þjálfarar og foreldrar meta mismunandi staðhæfingar hærra sem gefur til kynna að þau taka eftir mismunandi atriðum í keppnishegðun barna.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Keppnisskap hjá ungum handboltaiðkendum. Kynjamunur og áhrif þjálfara_fixed.pdf519.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna