ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2990

Titill

Má búa til viðhorf án vitundar? Um matstengda skilyrðingu undir skynmörkum

Útdráttur

Skýrt er frá þremur tilraunum þar sem reynt var að móta viðhorf til hlutlausra áreita án vitundar þátttakenda. Í öllum tilvikum var um að ræða aðferð við matstengda skilyrðingu undir skynmörkum. Mælingar voru bæði beinar (explicit) og óbeinar (implicit). Í engri tilrauninni komu fram mælanleg áhrif matstengdrar skilyrðingar þegar viðhorf voru mæld með beinum mælingum. Í tilraun tvö komu fram öfug áhrif skilyrðingar í mælingu viðhorfa með tilfinningalegri ýfingu undir skynmörkum (subliminal affective priming). Niðurstöðurnar eru túlkaðar í samræmi við aðrar rannsóknir á matstengdri skilyrðingu og sjálfvirkni í hegðun.

Samþykkt
5.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MSritgerd_aok_loka... .pdf849KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna