ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2994

Titill

Mat á árangri ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar í hópi fyrir félagsfælna

Útdráttur

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar í hópi fyrir félagsfælna. Meðferðin hefur verið veitt á nokkrum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Ísafirði og Egilsstöðum á árunum 2005 til 2007 og er tilraunaverkefni á vegum Landspítala Háskólasjúkrahúss. Meðferðin er ætluð fólki með tilfinningavanda, svo sem kvíða eða þunglyndi. Þátttakendur voru 441 einstaklingur sem vísað hafði verið í meðferðina af heimilislækni, 82,4% konur og 17,7% karlar. Á meðferðartímanum hafði gögnum verið safnað til að meta árangur meðferðar. Þeir matskvarðar sem lagðir höfðu verið fyrir og notaðir í úrvinnslu í þessari rannsókn voru BDI-II, BAI, CORE og QOLS. Ekki var samanburðarhópur til staðar, en árangur félagsfælinna var metinn með því að skoða hvort einkenni þeirra hefðu dregist saman á meðferðartímanum og einnig var árangur þeirra borinn saman við árangur fólks með aðrar geðraskanir, þunglyndi, kvíða og hvoru tveggja þunglyndi og kvíða. Reynt var að hafa samband við alla þá einstaklinga sem höfðu uppfyllt greiningarviðmið fyrir félagsfælni áður en meðferð hófst. Svarhlutfallið var 69,5%, 61 kona og 21 karl. Lagðir voru fyrir matskvarðarnir SIAS, SPS og CORE í apríl 2009 til að hægt væri að meta hvort viðkomandi þátttakendur myndu enn í dag uppfylla greiningarviðmið fyrir félagsfælni. Niðurstöður sýndu að þunglyndiseinkenni, kvíðaeinkenni og andleg vanlíðan félagsfælinna lækkar marktækt á meðferðartímanum, auk þess sem lífsgæði aukast. Jafnframt sýndu niðurstöður að árangur félagsfælinna var sambærilegur og árangur annarra í meðferðinni. Einnig má áætla að um 60% þeirra sem greindust með félagsfælni áður en meðferð hófst nái ekki greiningarviðmiðum fyrir félagsfælni tveimur til fjórum árum eftir að meðferð lauk.

Samþykkt
8.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
candpsych_verkefni... .pdf507KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna